Andvari - 01.01.1924, Side 125
Andvari
Nolikur orð um sjófiskaklak
119
e9SÍa yfirleitt er mjög stuttur, 10—20 dagar, eða þar
um bil, svo að það er eigi nema lítill tími af árinu, sem
stöðin þarf að starfa, ef klakið er aðeins einni fiskteg-
und, sem hrygnir á stuttum tíma, eins og t. d. þorski;
en ef fleiri fiskum með nokkuð ólíkum gottíma er klak-
ið, getur hún starfað lengur, því að þá tekur einn fisk-
urinn við af öðrum (segjum ýsa á eftir þorski).
Þó að klakið gangi fljótt, þá getur það orðið nokkuð
umsvifamikið; eggjamergðin, sem klekja þarf, einkum
þegar um þorsk er að ræða, er svo ógurleg, að stöðv-
arnar mega til að vera stórar og allur útbúnaður því
mikill, til þess að geta tekið öll eggin til klakningar í
einu. Til þess að gefa hugmynd um, hvað um er að
ræða, skal jeg geta þess, að stöðin í Flödevigen hefir
slept 40—342, að meðaltali 195, milj. seiða á ári, árin
1900—1920, en miklu fleiri eggjum.er klakið1)- Vorið
1920 var t. d. klakið 325 milj., en af þeim slept 198
milj., hitt drapst2), og þó er stöðin talin fyrirmyndarstöð.
í Aberdeen hefir verið klakið alls 448 milj. skarkola-
eggja síðan árið 1900, og af þeim slept rúmum 340
milj. seiða (c. 16 milj. á ári að jafnaði), hitt drepist. 1919
var aðeins slept 1,7 milj.
í Piel er nú aðeins klakið skarkola og Flounder,
nokkurum tugum miljóna eggja á ári, »og jeg vona, að við
klekjum þessum fiskum í vor (1924)«, segir skýrslugjafi.
I Ðandaríkjunum var árið 1920 klakið í Gloucester
571 milj. þorsk- og 304 milj. ýsueggja; í Woods Hole
223 milj. þorskeggja. Af þorskeggjum var þannig klakið
794 milj., og af því slept 489 milj. seiða. Hitt drapst.
1) Aarsberetning vedk. Norges fiskerier 3. hefti, 1919, bls.
292—293 (sjerpr. bls. 36—37).
2) Sama rit, 1920, 1. hefti, bls. 51—53 (sjerpr. bls. 2—3).