Andvari - 01.01.1924, Qupperneq 128
122
Nokkur orð um sjófiskaklak
Andvari
veiði, og þeir geta sett sjer þær reglur, sem þeir telja
nauðsynlegar til þess að vernda seiðin, meðan þau eru
að vaxa. Þar geta fá hundruð þúsunda af seiðum verið
mikilsverð viðbót við náttúruklakið, sem oft getur trufl-
ast eða stórspilst af sjálfrar náttúrunnar völdum, og þess-
vegna virðast hin fáu seiði (um 100,000), sem slept er
nú í Mývatn árlega, auka silungsstóðið í vatninu, þrátt
fyrir ríflega veiði.
Erfiðara er að eiga við þá vatnafiskana, sem verða
fyr eða seinna að yfirgefa vötnin (af fæðu skorti) og
leita til sjávar, skemri eða lengri tíma, til þess að fá
sjer þá fæðu, sem nauðsynleg er til þess, að geta náð
fullum æxlunarþroska á rjettum tíma. En svo er um lax,
sjóbirting, sjóreyði og síldartegundir þær í N.-Ameríku,
sem eru nefndar Shad (A/osa sapidissima) og Alewife
(Pomoiobus pseudoharengus) ')• Fyrst er það, að seiðin
jafnt þau sem menn klekja og hin, verða að dvelja lang-
an tíma (laxseiðin hjer 2—5, tíðast 3—4 vetur) í ánum,
áður en þau ganga í sjó, undirorpin allskonar hættum,
svo sem eftirsókn fugla, vetrarís og vatnaruðningi. I öðru
lagi er það, að ekki er örugt, að þau komi aftur sem
vaxinn fiskur í sömu ána (þó að ekkert grandi), enda
þótt eðli þeirra mundi helst vísa þeim þá leið, heldur
ganga í einhverja aðra, jafnvel lengra burtu1 2). I þriðja
lagi getur fiskurinn orðið til í sjónum, ýmist lent í öðr-
um fiskum, sel eða veiðivjelum, sem í sjó eru settar.
Árangurinn af klaki í einni á, getur því orðið vafasamur,
fyrir þá sem veiði eiga í henni. En klakið á þá að
1) En þeim má alls ekki rugla saman við vora eigin síld (Clupea
harengus), sem er sjófiskur eingöngu.
2) Menn telja það nú ekki algilda reglu, að fiskur fari að sjálf-
sögðu altaf í þá á, sem hann er kiakinn í, þó að það sje hins
vegar sennilegt, að hann geri það ef ekkert hamlar.