Andvari - 01.01.1924, Síða 133
Andvari
Nokkur orð um sjófiskaklak
127
að klakinu, en það virðist heldur ekki, að sannanirnar
fyrir því sjeu nógu sterkar, enn sem komið er. En með
því fyrirkomulagi, sem nú er á klakmálinu1) ætti þó að
vera von um að smámsaman fengist meiri skýring á því.
En eitt eru menn þó sammála um og það er, að klak
hefir ekki undir neinum kringumstæðum rjett á sjer,
nema þar sem náttúrleg hrygning er lítil«.
Ur skarkolaklakinu í Trondhjem gerir hann ekki mikið;
»Það eigi, ef auðið sje, að reyna að fjölga skarkolanum
í Þrándheimsfirði, sem sagt er, að sje mikið til þurðar
genginn«.
Því næst er að heyra álit Skota. ]eg skrifaði stjórn
fiskimálanna (Fishery Board for Scotland) í Edinburgh,
og í svari sínu segir ritarinn: »Það er erfitt að gera
upp skoðanir enskumælandi fiskalíffræðinga á málinu. I
heild tekið er það haldið, að álit þeirra muni ekki vera hlynt
framkvæmd á sjófiskaklaki, nema ef það álit hefði orðið
eitthvað á annan veg við það, hve vel það hefir gengið
upp á síðkastið í Bandaríkjum N.-Am«2).
Um klakið í Piel fjekk jeg nýlega skýrslu, fremur
óljósa þó, frá fiskiumsjónarmanni Lancashire fiskifjelag-
anna. Hann vísar mjer á álit sitt á klaki alment, í bók
eftir hann, sem jeg hefi ekki, en segir um klakið í Piel:
1) Hjer er átt við það, að ríkið (a: fiskimálastjórnin) hefir
tekið að sjer stjórn klakstöðvarinnar og lætur öðru hvoru gera
rannsóknir til þess að geta dæmt um gagnsemi klaksins. I þeim
tekur forstöðumaður stöðvarinnar, sem sjálfur er náttúrufræðingur,
þátt. Hann er nú ekki eins fullviss um hið mikla gagn, sem klakið
á að gera, og faðir hans var, en vonar að það geti með tímanum
haft heillarík áhrif á fjarðaþorskinn, við Skagerraksströnd Noregs,
en það er alt staðbundinn fiskur, sem hrygnir á stórþyrsklings stærð.
2) Hann á hjer víst einkum við Winter-Flounder klakið.