Andvari - 01.01.1924, Síða 134
128
Nokkur orð um sjófiskaklak
Andvari
»Mín prívatskoðun er sú, að framkvæmdirnar sjeu ekki
nægilega miklar til þess að hafa nokkurn verulegan
árangur«.
Svo er svarið frá Bandaríkjunum. Jeg skrifaði fiski-
málaskrifstofunni (Bureau of Fisheries, Department of
Commerce), Washington, og fulltrúi (Commissioner) svar-
aði. Getur hann fyrst stuttlega um klakstöðvarnar, sem
fiskimálaskrifstofan sjer um, hvar þær sjeu og hvaða
fiskum sje klakið (auk þess sem hann sendi mjer prent-
aðar skýrslur) og segir svo: »Það er erfitt að dæma um
gildi klaksins, þegar um víðförula sjófiska, eins og þorsk,
ýsu og lý er að ræða, en það er nokkur ástæða til að
ætla, að klakstöðvarnar bæti við hina náttúrlegu fjölgun
og geri nokkurt gagn í hlutfalli við, hvað verkið er um-
fangsmikið. Eggjunum, sem klakið er, er bjargað úr
fiski, sem hefir verið veiddur til sölu og mundu þau
annars fara forgörðum. Hinsvegar er kolinn1) ekki víð-
förull; hann fjarlægist og nálægist strendurnar eftir árs-
tíðum. Þessvegna er það óefað mikill ávinningur, að hon-
um er klakið, og það hefir orðið til þess, að vega upp
á móti hinni miklu tortímingu, sem fullorðni fiskurinn
hefir orðið fyrir af völdum botnvörpuveiðanna, sem hafa
farið mjög í vöxt síðústu árin«.
Svarið frá Canada er frá sjó- og fiskimáladeild stjórn-
arinnar (Department of Marine and Fisheries). Er þess
fyrst getið, að þar í landi sjeu 35 aðal-klakstöðvar, 11
aukastöðvar og 6 laxatjarnir (til þess að ala lax upp í)
en svo kemur: »Vjer höfum engar sjófiska-klakstöðvar í
Canada og höfum lagt niður þær 15 humra-klakstöðvar,
sem voru ræktar mörg ár, vegna þess, að því hefir verið
1) a: The Winter-FIounder.