Andvari - 01.01.1924, Page 135
Andvari
NokUur orö um sjófiskaklak
129
slegið föstu, að þær geri ekki að auka humarinni1). Svo
er bætt við: »Vjer álítum ekki að það geti orðið hag-
kvæmur (practical) árangur af því að klekja þorski, ýsu,
makríl, eða öðrum fiskum með svifeggjum, þar eð förg-
unin er of mikil, auk þess sem ætíð hefir verið gnægð
af þessum sjófiskum í Canada og það mundi ekki vera
álitið nauðsynlegt, að fást við klak þeirra vegna«2).
»Það hefir verið rætt allmikið um það í Canada upp
á síðkastið, hvort fiskaklak væri í rauninni eins mikil
blessun fyrir fiskveiðarnar og talið var víst fyrir mörgum
árum. Sú skoðun er nú ofan á, að verndun hrygningar-
fisksins á gotstöðvunum, sje öflugasta aðferðin og að
treysta (rely upon) friðunartímum og vernda óþroskaðan
fisk, hafi verndandi áhrif á fiskveiðarnar. Það ferst oft
mikið af eggjum og seiðum á klakstöðvunum og það
hefir breytt skoðun margra, sem áður hugðu að klak
væri fullnægjandi til þess að halda fiskinum við án
verndunarlaga«.
Eftir þessum svörum að dæma, virðist það vera nærri
einróma álit þessara stofnana og um leið þeirra manna,
.er færastir eiga að vera til þess að dæma í þessu máli,
að árangurinn af sjófiskaklaki sje mjög vafasamur, eink-
um af klaki þeirra fiska, sem eiga svifegg og fara víða
(þorsks, ýsu o. fl.), meiri árangurs sje von, ef fiskurinn
er staðbundinn (koli). Bjartsýnastir eru Bandaríkjamenn;
þeir telja það fullvíst, að kolaklakið hafi borið ágætan
árangur (enda hafa þeir framið það í mestum mæli)
1) Sjá og Annual Report of the Fisheries Branch 1919. Ottawa
1920, bls. 15.
2) Hefir heldur aldrei verið gert, sjá Prince: Fish Culture in
Canada, Transactions of Library and Scientitie Society. Ottawa
1900, bls. 181.
9