Andvari - 01.01.1924, Qupperneq 137
Andvari
Nokkur orð um sjófiskaklak
131
Hinn segir1): »Sem meðal til þess að stunda fiskrækt í
sjónum er þýðing þess (?'■ klaksins) mjög vafasöm, og
flest lönd hafa skoðað útsetningu seiða, klakinna af
mannavöldum, eins og tilraun*. Svo bætir hann við:
»Hinar einu tilraunir til fiskræktar í sjó, sem hafa gefið
áþreifanlega arðberandi útkomu, eru tilraunir með að
flytja ungan fisk af svæðum, þar sem margt er af hon-
um, þangað sem fátt er um hann. Eins og hinar helstu
af þessum ræktunartilraunum má nefna tilraunir Danans,
Dr. Petersens«2).
Friðun ungviðis fyrir ofmikilli veiði og tilflutningur
eftir staðháttum eru víst þau ráðin, sem líffræðingar sjá
nú vænlegust til að halda við þeim fiskategundum, sem
verða fyrir ofmiklu drápi af mannavöldum. Kem jeg
aftur að þessu atriði í niðurlaginu.
Þá er loks síðasta atriðið, þörfin á sjófiskaklaki hjer
við land og hvernig það mætti fremja, eða hvað mætti
gera annað, ef á þyrfti að halda.
Þegar um þörfina á klaki er að ræða, þarf fyrst að
vita með vissu, hvort nokkurum þeim fiskum, sem mest
eru veiddir hjer, fækki, því að lítið vit væri í, að fara
að ráðast í kostnaðarsöm fyrirtæki að óþörfu. Sjófisk-
arnir, sem mest er veitt af hjer, eru, eins og kunnugt
er, þorskur, síld, ýsa, ufsi, keila, langa, steinbítur, hrogn-
kelsi, skata, heilagfiski, skarkoli (og aðrir kolar). Af
þessum fiskum má víst alveg sleppa síld og ufsa; þó að
mikið sje veitt af þeim, held jeg að enginn verði, eða
þykist verða, var við neina fækkun. Um keilu, karfa,
1) Norsk Konversations-lexikon Bd. III. Kristiania 1909. grein-
in Fiskiavl (er víst eftir Dr. Knut Dalil).
2) Höfundur á hjer viö skarkolaflutninginn, sem Dr. Petersen
kom á í Limafirði eftir aldamótin, en því miður hefir lítið verið
getið um hér á landi, nema í Ægi XV., bls. 41—42.