Andvari - 01.01.1924, Page 141
Andvari
Nokkur orð um sjófiskaklak
135
og fremst er mikill munur á hver fiskurinn er. Menn
hugsa hjer víst mest um þorskinn og því er best að
líta á hann. Hann hrygnir í hvert skifti 2—10 milj.
eggja eða meiru, segjum 4 miljónum. A sfðustu vetrar-
vertíð (1923) veiddu íslendingar um 8 milj. þorska við
suður- og vesturströndina (frá Eystra-Horni að Snæfells-
nesi), og útlend skip að minsta kosti annað eins, segj-
um alls 18 milj. (alt þroskaður fiskur). Gerum ráð fyrir,
að þriðjungur af þessum fiski hafi hrygnt áður en hann
veiddist, og að helmingur af honum aftur, eða 3 milj.
hafi verið hrygnur, og ennfremur að eins margir fiskar
af hvoru kyni hafi sloppið óveiddir og aukið kyn sitt.
Það verða þá alls 6 miljón hrygnur, sem hefðu átt að
gjóta 6 milj. X 4 milj., eða 24 biljónum eggja (6000000
X 4000000 = 24000000000000). Við þetta bætist svo
sú hryging, sem farið hefir fram fyrir vesturströndinni
frá Snæfellsnesi að ísafjarðardjúpi. Að sjálfsögðu hefir
afar margt af þessum eggjum aldrei klakist út, og af seið-
unum klöktu, verður ekki nema minsti hlutinn að full-
þroskuðum fiski, en 24 biljónir er líka stór tala. Einir
3—4 fullvaxnir (6—8 vetra) fiskar af hverri miljón eggja,
ættu að nægja til þess að fylla upp í skarðið, sem ár-
lega er höggvið í fiskstofninn af mannavöldum. Þó að
nokkurum hundr. milj. af landklöktum seiðum, sem eng-
an veginn væru betur búin út í lífsbaráttuna en hin
náttúrlega klöktu, væri bætt við, þá mundi svo fátt af
þeim ná að verða fullþroskaður fiskur, að þessi mundi
ekki gæta neitt verulega hjá hinu.
Svo er annað: Væri sett upp þorskaklakstöð ein-
hversstaðar við Faxaflóa, og seiðunum slept í apríllok
inni um flóann, í því skyni, að auka uppfæðing í fló-
anum, þá mundu þau berast með straumum (sem svif-
seiði) 3—4 næstu mánuðina eftir að þeim væri slept,