Andvari - 01.01.1924, Side 142
136
Nokkur orð um sjófiskaklak
Andvar*
norður og vestur fyrir Snæfellsnes og Vestfirði og
kannske lenda í Norðurlandsfjörðunum, þau sem álands-
stormar, fugl- og fiskvargur skildu eftir. Við það væri
ekki auðið að ráða. Væri stöðin í Vestmanneyjum,
mætti fremur búast við því, að margt af seiðunum lenti
í Faxaflóa og Breiðafirði. Fyrir norðan og austan væri
ógerningur að hafa stöð, vegna fiskleysis og kulda.
Svo er kostnaðurinn ekki óverulegt atriði. Stöð sem
ætti að klekja 500 milj. þorskeggja á landi, mundi sjálf-
sagt kosta 100 þúsund kr. og 20—30 þús. í árlegan
rekstur, miðað við stöðina í Flödevigen, og hvað fengist
þá í aðra hönd, þar sem hinir bjartsýnustu álíta þá tölu
alt o_f lága. Tiltækilegast yrði kostnaðarins vegna, að
láta aðeins frjóvga eggin úti á sjó og sleppa þeim svo,
eins og Bandaríkjamönnum virðist vænlegast; það mundi
aðallega kosta nokkura samviskusama menn á nokkur-
um botnvöpungum í 4—6 vikur eftir vorjafndægrin, en
þeir yrðu þá að frjóvga nokkur þúsund milj. eggja, ef
um ætti að muna og ýmsir erfiðleikar, sem jeg skal
ekki fara út í hjer, gætu orðið á góðri framkvæmd.
Jeg bað fiskimálaskrifstofuna norsku, að segja mjer
álit sitt á klaki og klakþörf við Island og fjekk jeg svo
hljóðandi svar: »Að fara að fást við jafn kostnaðarsamar
og vafasamar ráðstafanir (3: eins og sjófiskaklak) á ís-
landi, þar sem þó eru auðug fiskimið, virðist mjer eiga
grunsamlega skylt við það að flytja uglur til Aþenu, eða
fara yfir Iækinn eftir vatni. Undir öllum kringumstæðum
mun það borga sig best að bíða og sjá, hverju fram
vindur*. — Jeg held jeg sje þessu alveg samdóma.
Um klak annara fiska, eins og t. d. ýsu, skarkola og
lúðu er óþarfi að fjölyrða hjer; en færi fram nokkurt
klak hjer á landi, með einhverjum árangri, þá hefðu út-
Iendingar jafnt gagn af því og vjer, og þá væri sann-