Andvari - 01.01.1924, Síða 144
138
Nokkur orð um sjófiskaldak
Andvari
á þessu aldursskeiði (1—3—4 vetra) á litlu dýpi, inni
við strendur, inni í fjörðum, eða úti fyrir ströndum, á
grunnmiðum, inni í landhelgi þó, eða á grunnsævi fyrir
utan landhelgi (»útgrunnmiðum«), eins og á sjer stað í
Faxaflóa og víðar hjer, og á mjög víðáttumiklum svæð-
um í Norðursjó. Þorskur, ufsi og skarkoli lifa alveg uppi
við fjörur fyrstu 1—2 árin, en dýpka svo á sjer, fara út
á grunnmiðin, eftir eftir því sem þau stækka; ýsa, langa,
keila og lúða eru fyrsta árið djúpt úti, en leita svo á
grunnmiðin, þar sem hinn smáfiskurinn er fyrir, svo að
hættan verður oft sameiginleg. Alt það ungviði af þessu
tægi, sem heldur sig í landhelgi, má friða í einu lagi,
með því að banna þar hættuleg veiðarfæri, en svæði,
sem það vex upp á fyrir utan landhelgi, verður framtíð-
arinnar hlutverk að fá friðuð, ef þörf þykir, eins og nú
er verið að reyna að koma í framkvæmd í Norðursjó1);
og þar sem svo stendur á, að þesskonar svæði hafa á
sjer fornan afnotarjett landsbúa, eins og Sviðið og önn-
ur grunn útmið í Faxaflóa, þá þarf að fá þann rjett
viðurkendan og verja þau ef þörf þykir2 3). En til að byrja
með getum vjer friðað mikið af ungviði, ef vjer verjum
þá landhelgi sæmi/ega, sem vjer nú höfum vald yfir,
eins og jeg hefi tekið fram í rannsóknaskýrslu minni
19083), fyrir öllum þeim veiðarfærum, sem drepa mikið
1) Sjá Ægi XV, bls. 40.
2) En brýnasta þörfin er að fá þau friðuð á þann hátt, að þeir
sem eiga þar fornan afnotarjett, fiskimennirnir á Innnesjum og við
sunnaverðan Faxaflóa geti stundað þar veiðar í friði, eins og fyrr-
um, en þó án þess, að vjer seljum rjett manna á öðrum svæðum
í staðinn. Annað mál er það, hve auðvelt verður að fá því fram-
gengt.
3) Andvari XXXIV, bls. 33.