Andvari - 01.01.1924, Síða 146
Andvari
Norræna kynið.1)
*Svo segja vitrir menn«, að Norðurálfuna byggi fjórir
kynflokkar, sem rekja megi langt aftur í ómunatíð áður
sögur hófust, og er þá eigi tekið tillit til Mongóla þeirra,
sem finnast austan til í álfunni (Lappa, mongólskra Finna
o. fl.). Þeir eru nefndir norræni-, vestræni- (Miðjarðar-
hafs), austræni- (Alpafjalla), or dínarski-kynflokkurinn.
— Norræna, austræna, og vestræn'a-kynið eru löngu
kunn og talin ómótmælanleg, en á síðari árum hefir
dínarska kynið fengið viðurkenningu mannfræðinga sem
sjerstakur kynflokkur.
Til þess að gefa hugmynd um kynflokka þessa skal
þeim lýst með fám orðum.
1. Norræna-kynið er hávaxið og grannvaxið (um 173
cm. á hæð og þar yfir), yfirleitt miklir menn og sterkir,
bláeygt með björtu, sljettu eða öldóttu hári, hvítt á hör-
und, roðnar auðveldlega í kinnum, hættir við freknum
á sumrum. Hauskúpan er löng og mjó (breiddin 70—
1) Vfirlit þetta er samið að miklu leyti eftir Dr, Hans F. K.
Giinther: Rassenkunde des deutschen Volkes. Miinchen 1923, og er
hjer haldið sömu nöfnum á kynflokkunum og þar er gert. Senni-
lega dregur höf. þessi helst til taum norræna kynsins, en margir
fræðimenn aðrir hafa þó komist að suipaðri niðurstöðu. Þó ýmis-
legt sje að athuga við skoðanir þær, sem hjer er haldið fram, þótfi
líklegt, að fróðlegt væri fyrir oss að kynnast þeim.