Andvari - 01.01.1924, Qupperneq 150
144
Norræna kynið
Andvari
einkum vestan til í Austurríki og í Balkanlöndunum.
Það er í ætt við Armeníubúa og Gyðinga.
Þetta lítilfjörlega yfirlit yfir kynflokkana verður að
nægja. Það sýnir eins konar meðaltal andlegra og líkam-
legra eiginleika, eftir því sem mannfræðingar flestir telja,
þó hitt sje víst, að einstaklingarnir sjeu ærið misjafnir.
]eg skal að eins bæta því við, að þó þessi flokkun væri
að öllu rjett og áreiðanleg, og auðvelt sje að greina
kynflokkana sundur eftir henni, þá vandast málið mjög
við það, að kynin hafa fyrir löngu blandast svo, að
varla hittist maður af algerlega hreinum kynstofni. Norð-
urálfubúar eru yfirleitt kynblendingar, alla vega saman-
settir úr því brotasilfri, sem þeir hafa erft frá forfeðrun-
um, og það má segja, að fæst af því sje samstætt. Við
erfðirnar haldast að vísu eiginlegleikarnir, en grautast
margvíslega saman. Þannig getur t. d. einhver maður
erft háan vöxt, vaxtar og andlitslag frá föður sínum, en
samtímis breitt og stutt höfuðlag frá móður sinni, móleit
augu og dökkbrúnt hár eða svart. Ef nánara er gætt
að, fyndist eflaust fjöldi annara einkenna úr báðum ætt-
um, sitt úr hverri átt. »Alle er vi kötere set fra en
racehunds synspunkt«, segir danski vísindamaðurinn W.
Johannsen. Værum vjer allir af hreinu norrænu kyni,
sæjum vjer varla annað á götunni, en hávaxið bláeygt
og mjög ljóshært fólk, rjettnefjaða, langleita og lang-
höfða menn. Börnin á heimilunum væru þá nauðalík
hvert öðru, ekki að eins að ytra útliti, heldur einnig að
skapferli og upplagi, að minsta kosti í samanburði við
það sem nú er.
Þessi margvíslega blöndun kynjanna veldur því, hve
erfitt er að dæma rjettilega um ætt og uppruna hverrar
þjóðar, segja hver skonar sambland hún sje, og gerir jáfn-
vel erfitt að segja um einstaka menn, til hvers flokks