Andvari - 01.01.1924, Síða 153
Andvari
Norræna Uynið
147
74°/o lengdar) en þó meðalhöfðar sumir, aftur var and-
litið breitt og stutt, sjerstaklega á Cro-Magnon-mönn-
unum. Kynflokkur þessi lifði af veiðum (hreindýrum o*
fl.), hafði engin húsdýr, kunni ekki til akuryrkju. Víða
bjó hann (að vetrarlagi) í hellum, en annars bygði hann
einföld hús eða kofa, sem munu hafa verið ferhyrndir.
Hann gerði sjer sæmileg vopn úr steini, hreindýrahorn-
um o. þvíl. Hann var ótrúlega listfengur eins og sjá má
á myndum, sem höggnar eru í hellisveggina. Eru það
einkum veiðidýr hans, mammútdýr, hestar, hreindýr, birnir
o. fl., sem myndirnar eru af. Ekki vita menn hversu lit-
arháttur manna þessara var. Sumir halda, að þeir hafi
verið hvítir og ljóshærðir (Topinard), en aðrir, að þeir
hafi verið dökkir. Hvaðan þeir komu, veit enginn, en
öðru er ekki til að dreifa en Asíu og Afríku. Hái vöxt-
urinn og höfuðlagið gæti mælt með afríkönskum upp-
runa, en hins vegar eru engin negraeinkenni á þeim.
Um það leyti og Cro-magnonmenn lifðu, verður vart
við annað kyn — Furfoozkynið — (Belgía o. v.), sem
talið er að hafa flust úr Asíu. Það eru lágvaxnir og gildir
stutthöfðar, sem svipar að öllu til austurkynsins. Þeir
hafa einnig fundist í Danmörku (Borreby).
Til þessara fornmanna rekja menn nú ættir Evrópu-
manna. Á þá austræna stutthöfðakynið að stafa frá þess-
um ísaldar-stutthöfðum, en norræna kynið frá Cro-magn-
on eða Aurignacmönnum. Aðrir vilja rekja vestræna-
kynið til þeirra líka. Annars er það kynlegt, að það er
eins og þessi Cro-magnonmenn hverfi skyndilega, líkt
og Neanderdalsmaðurinn, því leifar þeirra finnast ekki í
yngri jarðlögunum. Menn hafa getið þess til, að þeir
hafi flutt burtu úr Miðevrópu og þá ef til vill bæði suð-
ur á við og norður á við. Hins vegar eru engin merki
um nýjan þjóðflutning úr öðrum álfum, svo næst liggur