Andvari - 01.01.1924, Page 162
156 Norræna kynið Andvari
blendingarnir hárið ljóst. Söguhetjur sínar og konur ljetu
skáldin vera Ijóshærð, jafnvel þó talað væri um fólk
sunnan úr Afríku. Hóratíus segir um Chloe:
Cui flauam religas comam?
Svarta litnum trúðu Rómverjar illa, eins og sjá má af
vísuorðinu:
Hic niger est, hunc, tu Romane, cave!
sem svarar til vísuorðanna:
Trúið honum vart, hann er illr og svartr.
Annars er ekki lítill skyldleiki með rómverskum og
íslenzkum sagnastýl og að nokkru leyti Hka gríska
sagnastýlnum.
Þó það megi til sanns vegar færast, að höfðingjar
Rómverja og stórmenni hafi verið norrænt kyn, og að
það hafi flutt þeim latnesku tunguna, þá var auðvitað
allur þorri landslýðsins vestrænt miðjarðarhafskyn, dökt
og lágvaxið, auk alls konar kynblendinga. Höfðingjastjett-
in var tiltölulega fámenn, og henni fækkaði í sífeldum
styrjöldum og víkingaferðum víðs vegar um lönd, því úr
hennar flokki voru herforingjarnir og kjarni liðsins.
Smám saman blönduðust kynin meir og meir, vöxturinn
varð lægri, hárið dekkra, og að lokum varð stórborgar-
Hfið í Róm síðasti naglinn í líkkistu þessara miklu vík-
inga og lagasmiða.
Hjer ber þá að sama brunni og fyr er sagt um Grikki:
Það var norrænt kyn, ljóshært og bláeygt, sem lagði
grundvöllinn undir alla rómversku menninguna og róm-
verska heimsveldið. Með landnámum og herferðum
Grikkja og Rómverja breiddist það Víðs vegar um lönd
og tungan jafnframt, en vestræna kynið var með í þessu
starfi og á sinn hluta af frægðinni. En eftir því sem