Andvari - 01.01.1924, Page 168
162
Norræna kynið
Andvari
og brylu niður forna menningu, þá spratt þó síðar ný
menning upp af norrænu fræunum. Þannig var ítalski
endurreisnartíminn að dómi Ludvigs Woltmanns að
mestu leyti verk norrænna manna. Hann rannsakaði
ættir og útlit mestu mannanna frá þeim tíma og segir
þá flesta af norrænu kyni, t. d. Botticelli, Tizian, Dante,
Petrarca, Tasso og Galilei. Sama er sagt um hina miklu
gotnesku byggingalist. Hún spratt upp á Norður-Frakk-
landi, sem þá var mestmegnis bygt af norrænum mönnum.
Þessar sífeldu víkingaferðir norrænna manna í allar
áttir gátu því að eins átt sjer stað, að bæði væri kynið
afarfrjósamt og auk þess herskátt og drotnunargjarnt.
Það hefir ætíð verið hvorutveggja, enda kölluðu Róm-
verjar Norður-Európu , »vagina gentium«. Þar var upp-
spretta þjóðanna. Það er eins og vjer sjáum þetta fyrir
vorum augum í ófriðnum mikla. Ein af helstu orsökum,
hans er sú, að Þýskaland var orðið yfirfult af fólki, semi
tók að skorta landrými og viðurværi. Þjóðin gerir síðan
útrás að gömlum sið og hefði streymt yfir löndin, ef
ekki aðrar norrænar þjóðir: Bretar og Ameríkumenn
hefðu barist móti þeim og borið hærri hlut. Tilraunin
mistókst í þetta sinn, en viðbúið að hún komist næst í
framkvæmd.
Þá hefir og á síðustu öldum norrænt kyn streymt yfir
mikinn hluta heimsins. Það bygði Norður-Ameríku að
mestu leyti, eða hefur bæði ráðið þar tungu og lands-
stjórn. Ekki eru það heldur smáræðis landvinningar, sem
Bretar hafa gert með stofnun allra bresku nýlendanna
og ríkjanna víðs vegar um heim.
Þegar litið er yfir alt, sem hjer hefir verið talið, þá
er saga norræna kynsins mikil og afreksverk þess mörg,
jafnvel þó gert væri ráð fyrir, að sumt reyndist á ann-
an veg en hjer er sagt, við síðari rannsóknir. Það er