Andvari - 01.01.1924, Page 172
166
Uppruni lista
Andvari
villimaðurinn dansar, þá æfir hann þá vöðva, er þurfa
að vera bæði mjúkir og sterkir þegar næsta ófrið ber
að höndum. Þegar hann syngur, þá æfir hann röddina,
er þarf að taka yfir gný stormsins og gnauð sjávarins
og straumnið vatnanna, þegar kalla þarf á hjálp eða æpa
til varnaðar eða skjóta óvini skelk í bringu. En vér sjá-
um og hið sama hjá menningarþjóðunum nú á dögum.
Þá er tóm verður til hvíldar og afgangur verður af
kröftum manna, þá er hann notaður til leiks. Og enn
verður hið sama ofan á, að leikurinn er í þjónustu lífs-
þarfarinnar. Heilsubótin er auðsjáanlega í þá þörf unnin,
fimleikar og aflraunir stæla menn í lífsbaráttunni. Þó er
þetta nú orðið meira óbeinlínis og ber meira á því list-
ræna. Og má því oft sjá í daglegu lífi manna nú á dög-
um, hvernig leikurinn verður upphaf listar. Hann er
sprottinn af þeirri eðlishvöt mannsins að nota og æfa
kraftana, en verður að list með þeim hætti að hann
verður því fegri sem æfing er meiri og misfagur þó
eftir sköpulagi manna. En þá tekur eftirlíkingin við, er
þeir lakari semja sig að háttum þeirra, sem betur eru
gerðir. Því næst tekur kappið við, er þeir reyna að
varðveita yfirburði sína, en hinir kosta kapps um að ná
þeim. Nú er þá svo komið að menn leggja með ráðn-
um hug út í klapphlaup að því fegurðartakmarki, sem
þeir kunna bezt. Og þá er leikurinn orðinn að lista-
viðleitni. Upp af þessu renna síðan listir sem dans, söng-
ur o. fl.; myndalist af tilraununum í leik til að líkja eftir
því, sem augun sjá, sem vel getur hafa byrjað á því,
sem skáldið segir, að unnusti hafi séð skuggamynd unn-
ustu sinnar á vegg og dregið með krít umgjörð skugg-
ans á vegginn og fest með því myndina.
Þá er og önnur stoð sem rennur undir upphaf list-
anna og er sú máttig í eðli. Sú stoð er ástin. Báðum