Andvari - 01.01.1924, Page 175
Andvari
Uppruni lisla
169
nýir árekstrar og ekkert jók hitann. En fyrir utan var
köld auðnin og gleypti hún mikið af hita. Þessi geisi-
mikli gashnöttur kólnaði því smámsaman eftir því sem
aldaþúsundir liðu; en við það þéttist hann og dróst
saman. Miðsóknin eða aðdráttaraflið hélt þessum mikla
knetti saman, en miðflóttinn togaði á móti. Því að hver
ögn á yfirborði hnattarins vildi óðfús fljúga brott eftir
snertilínu við þann stað sem hún var. Nú fór svo að
þá er knötturinn dróst saman og minnkaði, þá snerist
hann þeim mun harðara, en við það óx miðflóttinn.
Loks kom þar að þessi tvö öfl toguðu jafnfast í yfir-
borð knattarins og varð þá sá hluti þar að vera, en hitt
sem eftir var fyrir innan hélt áfram að kólna og drag-
ast saman, þar til er þessi tvö öfl urðu aftur jöfn. Kom
þá enn svo, að nokkur hluti knattarins varð þar eftir í
jafnvægi sínu, og var í bæði skiftin hringur. Þetta fór
svo koll af kolli. Hringar þessir, sem eftir urðu voru
ekki alveg jafnir alstaðar og varð það til þess að þeir
hrukku í sundur í tvo eða fleiri hluta. En þeir héldu á
sér sama snúð og í sömu stefnu. Og þar sem hringur-
inn og molar hans var allt glóandi og bráðið, þá tók
það á sig knattarlögun. Þessir einstöku fráskildu knettir
snerust nú áfram hver á sínum stað og skildu eftir
hringi, er urðu síðan að tunglum, er gengu kring um
knettina. Einn af þeim hringum helzt enn óbrotinn og
sannar sögu vora um uppruna sólkerfis vors. Það er
hringurinn utan um Saturnus. Það sem eftir er knattar-
ins mikla er sólin, en hringar þeir sem eftir hafa orðið
á hennar löngu leið, eru reikistjörnur þær, sem fylgja
sólinni1)-
Á leið hins mikla himinknattar kom þar jafnvægis-
1) Kant-Laplace kenningin.