Andvari - 01.01.1924, Síða 176
,170
Uppruni lista
Andvari
hlutföllum í fylling tímans, að hringur varð viðskila við
sólþokuknöttinn á þeim slóðum, sem jörðin er nú á.
Hann snerist þar nokkra hríð á sama stað með sama
hraða og sömu stefnu, en sprakk að lokum og dró sig
saman í glóandi knött. Sá knöttur snerist og dróst sam-
an, skildi eftir hring er síðan varð úr tunglið. Höfuð-
knötturinn dróst enn saman um allt það bil sem er
milli tungls og jarðar.
Þá er jörðin orðin til, en ekki var hún þá vistleg fyrir
oss og vora líka, því að þá var hún enn glóandi knöttur,
þéttur að innan en léttari og lausari á yfirborðinu. En
eftir því sem leið kólnaði hann meira og meira, og að
lokum kom þar, að skán settist utan á hinn glóanda
kjarna. Þótt skán þessi væri þunn í fyrstu, þá greindi
hún kjarnann frá gufuhvolfinu, sem þá var heit gufa
samsett úr mörgum efnum. En skorpan þykknaði niður á
við eins og ísinn og varð smámsaman nægilega sterk.
Heitar loftgufur drógust þá og saman og urðu að brenn-
heitum vökva, er lagðist þá á jarðskorpuna. Nú leið enn
langur tími, þar til er hitinn minkaði svo að lægstu dýr
og lægstu jurtir náðu að lifna og halda lífi í sjónum.
Og enn liðu langir tímar þar til er eldgos hlóðu jarð-
lögum svo hátt að þau náðu upp úr sjónum. Tók þá
loft og úrfelli að verka á það land, sem nú var orðið til
og skapaðist nú smámsaman jarðvegur. Nú máttu þá og
landjurtir og landdýr lifna. En frá þeim tíma líður langt
bil, milliónir ára, þar til spendýrin koma fram. Með vissu
vita menn eigi um þau fyr en á þriðju jarðöld. En frá
þeim tíma finnast steingjörfingar af fjöldamörgum spen-
dýrum. Þar eru: hvalir, höfrungar, selir, letidýr, beltis-
dýr, pungdýr, þykkskinnungar, burstaberar, nagdýr (héri,
bjór, mýs), jórturdýr; hross með þrem tám (hipparion)