Andvari - 01.01.1924, Side 178
172
Uppruni lisia
Andvarii
fengið löpp með fimm tám. Höfuðheimild1) mín telur
þetta hafa orðið á steinkolaöldinni. Og áður en manns-
höndin gat orðið til, varð klifhönd hinna æðri spendýra
að vera orðin til. Þetta var fram komið á fyrsta kafla
þriðju jarðaldar (eocéne), eða jafnvel fyrir lok krítartím-
ans. Mannshöndin gat því orðið til í upphafi þriðju
aldar. Um heila mannsins er svipað að segja, að áður
en mannsheilinn gat orðið til hlutu að vera fram komin
skilyrði fyrir heila þeirra spendýra, er ganga honum næsh
í þessu efni, og þá einkum heila þess spendýrsins, sem
maðurinn á ætt sína að rekja til. Heili mannsins verður
eigi borinn saman við heila neinna annara dýra en ap-
anna, svo að nokkur samanburður sé, og þó að eins
saman við heila mannapanna (Gibbon, Orang-Utang og
Gorilla). Frá miocéne-tímanum, miðhluta þriðju jarðaldar,,
eru til leifar af mannöpum, sem þá eru greinilega orðnir
fullþroskaðir mannapar. Er þá auðsætt að þeir hafa verið
til og verið að þroskast á eocéne-tímanum, fyrsta hluta
þriðju jarðaldarinnar, og geta vel átt upphaf sitt á krít-
aröldinni. En á sama tíma hlptur maðurinn að hafa
orðið til, því að þar eru tvær greinar af sama stofni.
Er langsennilegast að apamannstofninn hafi klofnað á
eocéne-tímanum í menn og apa. Fór þá sína leið hvor..
Aparnir fengu sterkar tennur og miklar vígtennur, en
lögðu minna í heilavöxtinn, en mennirnir uku eigi tann-
vöxtinn, heldur heila og heilabú. Tennurnar voru apan-
um ágætf vopn, en mannvitið hinum. Kom það fram í
því, að hann gerði sér verkfæri og vopn.
Hin síðari sönnun er sú, að fundizt hafa leifar, er
sanna hið sama. Og þær eru frá þriðju jarðöld, einmitt
frá miocéne-timanum.
1) Wilhelm Bölsche: Der Mensch der Vorzeit.