Andvari - 01.01.1924, Síða 179
.Andvari
Uppruni lista
173
Síðan er langur tími, og má telja vafalaust, að það skifti
milliónum ára. Og í jarðlögum frá þessum tíma hafa
menn fundið tinnusteina, sem bera með sér, að þeir
hafa verið lagaðir fyrir verkfæri. Helzti fundarstaðurinn
er Aurillac í Suður-Frakklandi, í sandlögum frá miocéne,
er síðar hefir runnið hraun yfir. Þar fundust þó engar
mannleifar. En 1907 fanst nálægt Heidelberg neðri
'kjálki af manni, sem lifað hefir á þriðju jarðöldinni, ef
lil vill ekki fyr
en í pliocéne, síð-
asta hluta þeirr-
ar aldar. Þessi
»homo Heidel-
bergensis* hefir
þá verið uppi á
tímum Aurvillac-
menningarinnar,
kunnað að fara
með þau verk-
færi, sem þar
fundust, og að
gera þau. Hefir
ef til vill kunnað einhverjar fleiri listir, þar sem hann
var síðar á tímum. Höku vantar þennan Heidelberg-
mann, og hafa menn viljað leiða af því, að hann hafi
ekki talað. Þó má ætla að mannamál hafi legið í munni
hans, þótt ófullkomið væri, og hafi iðkun þess á eftir-
farandi þúsundum alda smámsaman lagað kjálkana eftir
þörfum málsins, svo að hakan hafi komið fram. Hitt
mætti og vel vera, að samtímis þessum manni eða á
undan honum hafi verið fullkomnari manntegundir, því
að sjálfsagt hafa þá verið margir og misjafnir mann-
flokkarnir sem nú. Og þó að einn kjálki nægi til þess
Kjálkaumgjörö Heidelbergsmannsins er þykka
línan, granna línan er kjálkaumgjörð nútíð-
armanns í Norðurálfu. Athugið hökumun-
inn. (Bölsche eftir Schoetensack).