Andvari - 01.01.1924, Page 180
174
Uppruni lisla
Andvarii
að sýna, að menn voru til á þessum tíma, þá fræðir
hann ekkert um það, hversu margir, hversu margvíslegir
eða hversu víða þeir voru. Vfir höfuð má segja urn
þessa eldgömlu jarðfundi, að þeir sýna að það hefir
verið til, sem þar finnst. En þeir sýna ekki, að fleira
hafi ekki verið til. Þvert á móti er full ástæða til að
Hauskúpa Neanderdalsmanns, frá augnabrúnum gerð eftir
samanburði á síðar fundnum höfuðbeinum sömu
tegundar. (Bölsche eftir Klaatsch).
álykta, að úr því þetta var til, þessir menn eða þessi:
mannaverk, þá hljóti og fleiri að hafa verið til af því
tæi. Hitt væri ofdjörf ályktun, að allt, sem til var af
þessum hlutum, hefði geymzt milliónir ára. Það er ekki
getgáta, heldur vissa, að móti einum geymdum hlut hafa
týnzt samskonar hlutir svo að skiftir milliónum.
Nú líða langir tímar, aldaþúsundir, frá því, er Heidel-
bergmaðurinn var uppi, og til þess, er Neanderdals-
þjóðin bjó víða í löndum. Arið 1856 fannst hauskúpa í
Neanderdal hjá Diisseldorf. Hún var þó eigi alveg heil,
og efuðust menn um að hér væri um fornan mannflokk
að ræða. En síðar fundust svo mörg bein og svo víða,.