Andvari - 01.01.1924, Qupperneq 181
Andvari
Upprunt lista
175-
að efinn þagnaði alveg. Hann var uppi á fjórðu jarðöld
milli ísalda (diluvium), og honum samtíða eru verkfæra-
fundir, nefndir eftir fundarstöðunum, Chelleen, Acheuleen
og Mousterien. Þar eru leifar af þeim verkfærum, sem
hann gerði og notaði við heimilisstörf sín og veiðar.
Þegar Neanderdalsþjóðin bjó hér, hefir fyrsti ísaldar-
kaflinn verið liðinn og verið mjög hlýtt loftslag, er ísinn
var farin langt norður eftir. Sést þetta á suðurheims-
dýrum, svo sem Suðurálfufíl og Marokkonashyrningi. Þá
hafa verið grassléttur miklar um miðbik og suðurhluta
álfunnar og gnægð dýra til þess að veiða. En eigi hefir
sú veiði verið hættulaus fyrir þá menn, er eigi höfðu
betri vopn en þessir höfðu. — Neanderdælir voru kjálka-
miklir, hökulitlir, með afarstóran tanngarð, og voru bein-
bogarnir fyrir ofan augun einkum stórir og rammbyggi-
legir, því að þeir voru aðalvörn augans, sakir þess að
enninu snarhallaði aftur, lærleggurinn var boginn. Ein
tegund manna nú á dögum gæti vel verið afkomandi
þeirra. Það eru Eyjaálfu svertingjar (Australnegrar), því
að höfuðlagið minnir mjög á Neanderdæli. — En er
kuldi tók aftur að vaxa og hófst aðdragandi að annari
ísöld, þá varð þessum mönnum of erfitt að búa á forn-
um stöðvum, og hurfu þeir og suðurlandadýrin þá und-
an, Suðurálfufíllinn og Rhinocerus Merckii.
Fundirnir í Aurignacien, Solutreen og Magdalenien eru
allt öðruvís, meiri smekkvísi og fegurð og hagleikur í
gerð steinverkfæranna en fyr og auk þess koma nú
fram listaverk, flatmyndir, málverk, höggmyndir, smáar
þó, af nöktum konum. Málverk og teikningar og út-
skurður sýna mammúta, hreindýr, vísunda, kýr o. fl.
Þótt hér liggi nú langur tími í milli, þá hefði Neander-
dælir|j eigi mátt taka slíkum framförum á þeim tíma,
enda sýna beinafundir að nú er kominn önnur kynslóð