Andvari - 01.01.1924, Page 184
178
Uppruni lista
Andvart/
fyr en jarðskorpan var komin og hitinn á jörðinni ekki
lengur drepandi. Eftir það liðu ógurlega langir tímar
þar til er sundurgreindust dýr og jurtir. En lengi vel.
var þó hvað öðru líkt sem sjá má á steingjörvingum frá
elztu jarðöldum. Síðan er eldgos hlóðu eyjar og lönd, er
stóðu upp úr hafinu, skiftist hvorttveggja ríkið í láðs og
lagar dýr og jurtir, fyrst lægri tegundirnar, síðast spen-
dýrin. Sennilega eru þau orðin til á krítaröldinni, þótt lítið
finnist þar af þeim steingerðum, eða jafnvel fyr. En á:
eocene-tímanum, fyrsta
kafla þriðju jarðaldar, eru
mannaparnir komnir fram
með fullum skapnaði. Er
því auðsætt að maðurinn
hlýtur þá og að vera
kominn fram, því að þeir
eru báðir komnir af sama
foreldri. En piþecanþro-
pos (apamaðurinn) forfað-
ir þeirra hefir lifað langar
aldir áður en kynstofninn
klofnaði í þessar tvær höf-
uðgreinar. Og er tímar líða, klofnar hvor grein um sig
í margar tegundir eða kyn, þ. e. í mannflokka og apa-
flokka. Þess var fyr getið að mannaparnir höfðu sterkar
tennur og miklar vígtennur að vopni. Þeir máttu treysta.
afli sínu og tönnum í bardaga við tröllaukin rándýr, og
héldu sig jafnan þar sem mest var af veiðidýrum og:
skógar stórvaxnastir og hiti mikill. Þegar hér var komið
var tekið að gæta sólargangs um hita á jörðinni og var
nú því heitara sem sunnar dró á norðurhveli jarðar.
Hafa þá aparnir haldið sig í grennd við miðjarðarhaf,
en næstar þeim hafa svo verið þær manntegundir, er
Hauskúpa fundin í Cro-Magnon
(Bölsche)