Andvari - 01.01.1924, Síða 186
180
Uppruni lista
Andvari
stein, svo að straumurinn tæki hann ekki. En er hún
vildi taka pokann var í honum lax einn mikill. Henni
þótti þetta svo merkilegt, að hún kallaði á mann sinn
og sýndi honum. Hann var gáfaður maður og sá þegar
að hér var fundin ný veiðivél. Gerði hann sér nú háf
úr þvengjum og veiddi vel. En er frændur hans fréttu
þetta, þá flykktust þeir þangað og lærðu þessa veiðiað-
ferð. Af þessu varð hann frægur mjög og þótti þetta
afarkænlegt. Því er þessi veiðivél eignuð þeim, sem slæg-
vitrastur var allra Asanna, Loka, í endurminning þjóð-
flokksins.
Þegar hér er komið sögunni, var mjög farið að kólna
norðurfrá. Þetta var á pliocéne-tímanum, síðasta hluta
þriðju jarðaldar. Komu nú snjóar og ísalög á vetrum, og
þar kom að hjarn eða Breðafannir lágu á háfjöllum um
sumartímann. Þá hörfuðu menn og dýr smámsaman suð-
ureftir, en þó smám saman og á löngum tíma. Mennirnir
lærðu að umbæta klæðnað sinn og bústaði, sem voru
hellar eða þá tjöld. Mammútinn varð loðinn og hestar
sömuleiðis. Dýrin fundu minni fæðu en ella og urðu
grimmari og áleitnari, einkum voru stórir híðbirnir afar-
hættulegir. En mennirnir fluttu þá saman í hópa, mest
frændur. Þeir veiddu í sameiningu og vörðust í samein-
ingu. En það var siður þeirra að senda njósnara á und-
an til þess að vara þá við hættu og benda þeim á veiði.
Þessir njósnarar höfðu með sér beinplötur, er þeir gátu
rist merki á með steinknífum sínum. Þeir merktu nú á
viðum, hvar þeir fóru um mörkina svo að veiðihópurinn
sæi, hvert halda skyldi. Þar sem njósnarmenn urðu varir
við híði, þá létu þeir eftir eina beinplötu sína og var
markaður á hana björninn, þar sem hann var að rísa úr
híðinu og vissi þá hausinn gegn veiðimönnum. Þetta var
viðvörun. En þar sem von var veiðidýra, t. d. hreindýra,