Andvari - 01.01.1924, Page 187
Andvari
Uppruni lista
181
þá mörkuðu þeir hlaupandi hrein á beinið; en þá vissi
hausinn frá veiðimönnum. Þetta var veiðimerki. Vfir höf-
uð hafði þjóðin þá slíka myndagerð í stað leturs. Auð-
vitað voru menn missnjallir á myndagerð, en þessi æfing
og þörf varð upphaf að þeirri fögru list, sem fyr var
getið.
Eitt sinn voru menn farnir í slíka veiðiför, en konur
og börn sátu heima og var fátt til varna, ef á var ráð-
ist. Þau sátu í skógi fyrir framan hellismunna þar sem
þessi flokkur hafðist við. Þau urðu nú vör við, hvar híð-
björn mikill og grimmlegur var í skóginum skammt frá
og þóttust nú illa komin, er varnarlaust var fyrir. En þá
var og mammútdýr á ferðinni, og var bangsi ekki alveg
ugglaus um sig, en mammútinn fór sér að engu óðslega.
Konur litu til himins og báðu guðin hjálpar. Sjá þær
þá koma úr suðurátt sortaský sem vagn í lögun. Og
óðar tekur til að rigna og gengur þrumum og eldingum.
Nú leiddist bangsa þófið og ætlar nú til atlögu, en þá
lystur eldingu niður í tré eitt er stóð ekki langt frá
hellisbúum, og tók þegar að brenna. Þá er eldurinn
festist og tók að loga, þá þótti ungum sveinum það
fögur sjón. Hljóp einn sveinninn fram að bálinu og tók í
hönd sér grein, er logaði á öðrum endanum á. Þá
hyggst bangsi að hremma sveininn og stökkur fram að
bálinu. En sveinninn hleypur í móti og greiðir honum
högg með grein þeirri er hann hélt á. Urðu nú báðir
jafn forviða á því, sem á eftir fór. Því að hár bangsa
tók að loga, en hann óttaðist mjög og hljóp á brott og
brann auðvitað því meira. Síðan trúði fólk þetta mjög á
þann sem stýrði þrumum og eldingum og kölluðu hann
Þonarr eða Þórr. En sveinninn vildi fyrir hvern mun fá
vald yfir vopni því, er svo vel hafði dugað. Þórr ók þó
eigi hvern dag í reið sinni þar yfir og fekk sveinninn