Andvari - 01.01.1924, Page 188
182
Uppruni lista
Andvari
því eigi tækifæri til þess að ná í eld. En hann hugsaði
með sér að eldurinn byggi í trénu. Tók hann því að
núa saman tveim greinum af tré því, sem kviknað hafði
í. Fann hann bráðlega að þær hitnuðu og það mundi
hann að eldurinn var heitur. Hann hélt því áfram með
stakri þolinmæði og loks náði hann takmarki sínu. Eld-
urinn kviknaði. Nú kunni þessi flokkur að kveikja eld
og lærði þá fljótt að hagnýta hann á ýmsan hátt, meðal
annars að fæla villidýr frá bústað eða náttstað mannanna.
En jafnt og þétt óx ísinn og huldist Iand þeirfa smám-
saman jökli, en menn og dýr sóttu suðureftir, og hrukku
önnur dýr og aðrir menn undan bæði kuldanum og liði
hans. Löngum tíma eftir þetta brá til mildara veðurs
og jökullinn tók að þiðna og færast norður eftir. Færð-
ist þá eldþjóðin og ísvinirnir norður aftur jafnt jöklinum.
Nú kom langt tímabil, sumir telja það 100000 ár, er
miðjarðarhiti var um miðbik álfunnar. Frá þeim tíma eru
Neanderdælir og hin eldri steinaldarverkfæri sem fund-
ist hafa.
Kuldinn var þó eigi uppgefinn. Hann færðist enn í
aukana og hlóð nú enn þá meiri jökli en hið fyrra sinn
á löndin. Lá þá ein jökulbreiða norðan frá heimsskauti
langt suður á England og Þýzkaland, og frá Mundiu-
fjöllum gekk jökull langt niður í bygðir þær, sem nú
eru. Þá varð og sem hið fyrra sinn að Neanderdælir
og suðrænu dýrin, er komin voru þá í forna átthaga,
hrukku undan suður eftir. En norðurbyggjar, dýr og
menn fóru suður undan ísinum og héldu sér jafnan
skammt sunnan við hann. Þá bjuggu þeir þar í' hellum,
er síðar hafa fundist í bein þeirra og verk.
En er þessa ísöld linaði og jökulinn leysti, þá hófst
aftur ferðalagið norður eftir og stóð yfir í aldir alda. Og