Andvari - 01.01.1924, Page 191
Andvari
Nokkrar athugasemdir
um ísaldarmenjar og íorn sjávarmörk.
Eftir Þorkel Þorkelsson.
Elstu ísaldarmenjar, sem mjer eru kunnar í nágrenni
Reykjavíkur, eru sennilega milli Eiðis og Korpúlfsstaða.
Þar gengur belti af klöppum frá suðvestri til norðaust-
urs (stefna N 42°A); og hallar því 3° til norðáusturs nið-
ur að sjónum; sama klettabeltið kemur einnig fram í bergi
austan við Elliðaárvoginn, því að bæði er það sama berg-
tegundin, og eftir stefnunni þá á framhald klettabeltisins
til suðvesturs einmitt að koma þar. Þó sjest ekki, að
bergið við Elliðaárvoginn hallist, en í því eru miklar
holur, sem eru að nokkru leyti fyltar með hvítleitt efni.
Einkum ber mikið á þessu í farveg lækjarins, er rennur
í voginn að austan. Það einkennilega við þessa holu-
fyllingu er það, að þar sem hið hvítleita efni fyllir ekki
holurnar alveg, og það er víðast svo, þá er yfirborð þess
lárjett og efnið ekki í krystöllum nema á yfirborðinu.
Það leit alveg eins út og þetta hvíta efni hefði bráðnað
í holunum og storknað svo, án þess að mynda krystalla.
En samt er þetta sennilega eigi þannig til orðið, því að
brjóti maður holufyllinguna í sundur, sjest að hún er
lagskift, lárjett eins og yfirborðið og venjulega með tveim
dökkum lögum um miðbikið. Mjer er það ráðgáta, hvern-
ig þessi holufylling hafi til orðið, en vafalaust mundi
hún fræða um sögu þessa bergs, ef rjett væri ráðin.