Andvari - 01.01.1924, Page 193
.Andvari
ísaldarmenjar og forn sjávarmörk
187
af stórgrýti og mun hún vera brot af gamalli jökulöldu.
Þótt það sjáist ekki beinlínis, vegna þess hve grágrýtið
þarna fram á nesinu er sundur brotið, mun þó jökulurð-
in liggja undir því, og vera eldri en grágrýtisásinn, er
liggur milli Fossvogs og Kópavogs.
Neðri jökulurðin á Suðurnesi, sem dr. Helgi Pjeturss
lýsir í Timariti Ðókmentafjelagsins 1904 bls. 54, er ef
til vill álíka gömul. Eigi hefi jeg skoðað þessa jökulurð,
en lýsing dr. Helga gæti bent á það. Hins vegar eru
hinar alkunnu jökulurðir við Elliðaárvog að vestan og
við Fossvog og Kópavog yngri. Þessum jarðmyndunum
hefir margoft verið lýst áður, og sleppi jeg því hjer að
gera grein fyrir mínum athugunum á þeim, þótt þær
falli eigi að öllu leyti saman við lýsingar fyrri fræði-
manna. Fullkominn skilningur á myndun þessara jarð-
laga næst eigi nema með nákvæmri rannsókn á skelj-
unum, sem eru í leirlögum milli jökulurðanna, en hana
treysti jeg mjer eigi að gera tíl hlítar, enda býst jeg við
að annar maður, mjer færari í þeim efnum, birti bráð-
lega rannsóknir sínar á þessum skeljalögum.
Mjög merkilegar eru samt þessar jökulmenjar og skelja-
lög, því að eins og dr. Helgi Pjeturss sýndi fram á
fyrstur manna í áðurnefndri grein í Tímaritinu, bera þau
vott um, að þar hafi stundum gengið jöklar yfir, en þess
á milli verið alllöng tímabil, er voru laus við ís og jökla
og svo hlý, að þær skeljar, sem þarna hafa fundist, gátu
lifað í sjónum, eða með öðrum orðum, að þarna hafi
um eitt skeið skiftst á jökulkaflar og ísleysiskaflar.
Grásteinninn kringum Reykjavík mun vera myndaður
á ísöldu. Þorvaldur Thoroddsen virðist hafa verið þeirr-
ar skoðunar, að grágrýtishraun sjeu aðallega mynduð
mndir jökulfargi (Lýsing íslands II. bls. 272); get jeg