Andvari - 01.01.1924, Page 194
188
ísaldarmenjar og forn sjávarmörk
Andvart>
ekki sjeð neitt á móti því, að svo sje um grásteininn
kringum Reykjavík, að minsta kosti hefi jeg hvergi sjeð
vott fyrir íeifum af jarðvegi á milli grásteinslaganna,
annaðhvort liggur grásteinslag á grásteinslagi, eða grá-
steinslagið liggur á jökulurð, og er þetta hvortveggja
best samrímanlegí við þá skoðun, að grásteinninn sje
frá ísaldartímum, er yfirborð jarðarinnar var annaðhvort
jökulruðningur eða berg. Grásteinninn við Reykjavík er
að mestu leyti eldri en jökulmenjarnar við Fossvog að
norðan, því að þessi lög liggja upp að grásteininum, en
ekki undir hann. Þó er, eins og dr. Helgi hefir bent á,
grásteinslag við Elliðaárvog að vestan, sem liggur ofan
á jökulurð þar. og hlýtur 'pví að vera yngra en þær
jökulmenjar. Grásteinn þessi er því eigi eldri, og senni-
lega heldur yngri en jökulmenjarnar við Elliðaárvog og
Fossvog, en þær munu vera nær jafn gamlar.
Mjög er það líklegt að þessi yngsti grásteinn við Ell-
iðaárvoginn sje runninn úr stórum gíg, sem hefir verið
í Viðeyjarsundi, norðan við Klepp. A stóru svæði í sjáv-
arhömrunum milli Klepps og Laugarness sjest móta
fyrir gígnum, og ná gangar frá honum suður í hæðina
fyrir vestan Klepp. En jarðlög hjá Kleppi hafa ummynd-
ast vegna hita frá gígnum. I höfða fyrir norðan Klepp
eru leifar jökulurðar, sem varla er þekkjanleg, vegna
þess að hún er orðin svo hörð og samrunnin. Er eigi
ósennilegt, að hiti frá gígnum, sem var þar rjett fyrir
norðvestan, hafi stuðlað að því að gera hana svo harða.
Líklegt er, að þessi sami gígur hafi oftar gosið og
fleiri grásteinshraun við Reykjavík eigi til hans rót sína
að rekja. En eldgosasvæðið virðist fyr að hafa verið
miklu stærra um sig. Við Eiði, fyrir innan Gufunes, er
mikil samryskja af eldfjallaösku og hraunmolum. Hraun-
molarnir oftast í stuðlum, sumstaðar bríkur, en annars-