Andvari - 01.01.1924, Side 195
-Andvari
isaldarmenjar 09 forn sjávarmörk
189
staðar næstum hnöttóttar hraunkúlur, með geislamynd-
uðum stuðlum, og er engu líkara, en að bráðnað hraun
hafi verið blandað innan um öskuna og storknað þar.
Getur varla verið um annað að ræða, en að það sje
í sjálfum gígnum eða rjett við hann. Mest ber á þessu
þursabergi sunnan í Geldinganesi, en þar liggur grá-
steinslag ofan á því. Þetta grásteinslag svipar mjög að
útliti grásteinslaginu, sem er ofan á jökulurðinni við EU-
iðaárvog. Samskonar þursaberg er í botninum á Kópa-
vogi, en í hæðunum beggja megin við er grásteinn.
Þar sem þetta þursaberg bæði við Geldinganes og í
Kópavogi er í sömu hæð, hjerumbil jafn hátt sjávarmáli,
mætti ætla, að lárjett lag af þursabergi lægi undir grá-
steinunum við Reykjavík og væri þá millilag á milli hans
og blágrýtisins, sem annars er talið að vera undir grá-
steininum um þessar slóðir.
Mjer er eigi kunnugt um neitt, sem gerir þessa skýr-
ingu ómögulega, en þó finst mjer sú skýring sennilegri,
að í þessum vogum sjeu gamlar eldfjallasprungur, sem
við gosin hafi fylst með þetta þursaberg. Gæti þetta
bent á það, að vogarnir hjer nálægt væru gamlar gos-
sprungur, sem jöklar ísaldarinnar hefðu grafið upp, af
því að þeir hefðu verið fyltir með þursaberg og önnur
efni, er ver hefðu staðíst ágang jöklanna, en grásteinn-
inn í kring og við það hefðu myndast grásteinshæðirnar
hjer umhverfis. Alt land hjer nálægt væri þá gamalt eld-
fjallaland, sem væri klofið sundur af þessum gossprung-
um, sem líklega hafa þá gosið á ísöldinni, og grásteinn-
inn við það myndast.
Grásteinninn ber þess glöggar menjar, að jöklar hafa
um hann farið, því að hann er víðast hvar með glögg-
um ísrákum. Þessar rákir hafa eigi allar sömu stefnu,
og sýnir það, að jökulhreyfingin hefir tekið breytingum.