Andvari - 01.01.1924, Page 196
190
ísaldarmenjar og forn sjávarmörk
Andvarö
Sennilega eru elstar rákir, sem ganga næstum því í vestur
(N 85° W). Rákir þessar sjást óvíða og eru smágerðar í
fjörunni sunnan við Nauthól. Þar hafa þær verið varðar
af skeljalögum og gamalli jökulurð, sem ofan á þeim er..
Næst elstu rákir stefna um 4° norðan við vestnorðvest-
ur (N 63° W). Þær sjást á stöku stað í fjörunni norðan
við Fossvog og hafa verið varðar af leirlaginu og jök-
ulurð, svo að seinni tíðar jöklar hafa eigi getað afmáð
þær. Þá munu vera næstar að aldri rákir, er stefna um
8° fyrir vestan norðvestur (N 53° W). Þær eru allvíða
á klöppum, þar sem hlje hefir verið fyrir jökulskriðum
seinni tíma. Rákir með þessari stefnu eru oft djúpar, er
sýnir, að jökulfargið hefir verið mikið.
Alllvíða eru og rákir, er stefna um 3° austan við norð-
vestur (N 42° W), og mun tákna sjerstakt tjmabil skrið-
jökla, sem sennilega er yngra en það, sem síðast var
greint með ísrákum N 53° W. Lang almennustu ísrák-
irnar stefna um 8° vestan við norðnorðvestur (N 30°
W), og eru næst yngstar. Stefna rákanna er nokkuð
breytileg; stefnumunurinn getur verið um 5° til hverrar
hliðar, svo það getur verið álitamál, hvort hjer sje eigi
um tvær óskildar jökulhreifingar að ræða, aðra með
stefnu N 33° W, hina N 28° W. Hitt virðist mjer þó
sennilegra, að allar þær rákir, sem þessa stefnu hafa,.
sjeu för eftir sama skriðjökulinn, en honum hafi svifað
til, og því sje rákastefnan nokkuð mismunandi.
Vngstu rákirnar stefna um 9° fyrir vestan norður (N
09° W). Þær eru mjög fíngerðar, og sjást aðeins á stöku
stað, mjög glöggar eru þær í leirsteini með skeljum, við
farveg hinnar gömlu vesturkvíslar Elliðaár fyrir neðan
nýja hraunið. Það er eigi að svo stöddu hægt að segja
um það, hvort þessar ísrákir sýni nýtt tímabil skriðjökla,.
eða þær eru myndaðar í lok þeirrar ísaldar, sem mark-