Andvari - 01.01.1924, Page 199
Andvari
ísaldarmenjar og forn sjáuarmörk
193
þá verið íslaus, og jafnvel oftast einnig með vesturströnd
landsins.
Á síðustu ísöldunum hefir snælínan samkvæmt þessu
gengið lengra niður á Suðurlandi en á Norðurlandi.
Ætla má að loftslagið hafi að vísu verið nokkru kaldara
á Norðurlandi, en vetrarúrfellin hafa verið þar minni,
og því hefir snælínan eigi verið þar jafn neðarlega. Þetta
bregður birtu yfir þær athuganir, er jeg gerði á Akureyri
og getið er um í Andvaragrein minni 1922 »Um ísaldar-
menjar og forn sjávarmál kringum Akureyri.* ]eg tók
eftir að síðustu ísaldarmenjar þar voru eftir skriðjökul,
sem hafði komið sunnan Eyjafjarðardalinn. Þetta er því
einkennilegra, sem há fjöll eru rjett við Akureyri og
Myrkárjökuil á þeim, eigi mjög langt í burtu. Það lægi
því nær að ætla að síðasti jökullinn við Akureyri hefði
komið þaðan, en það er eigi. Reyndar benda fínar ís-
rákir, sem eru á litlu svæði norðan við Akureyri, á, að
jökull ofan áf Glerárdal, eða líklega heldur ofan úr Hlíð-
arfjalli, hafi farið þar um síðast, en jökull þessi hefir
verið lítill og sennilega eyddur, áður en skriðjökullinn
kom sunnan fjörðinn. Skriðjökull þessi hefir verið álma
úr hinni miklu jökulbreiðu, sem þá hefir þakið alt mið-
bik landsins, og einkum hefir myndast við suðurbrún
hálendisins. Á norðurfjöllunum hefir jökulmyndunin verið
miklu minni, ella hefði borið meira á Myrkárjökli við
Akureyri. Bæði athuganirnar við Akureyri og Reykjvík
sýna þess vegna, að við lok ísaldanna var jökulmynd-
unin aðallega við suðurbrún fjallanna, og ástæðan til
þess getur varla verið önnur en sú, að á vetrum hafi
snjókoman verið mest sunnantil á hálendinu með suð-
lægum vindum, en á Norðurlandi hafi þá verið tiltölu-
Jega lítil úrkoma á vetrum.
Síðan grein mín um athuganirnar við Akureyri var
13