Andvari - 01.01.1924, Page 200
194
ísaldarmenjar og foru sjávarmörk
Andvarli
prentuð í Andvara, hafa mjer borist 2 ritgerðir eftir Guð-
mund G. Bárðarson, sem fjalla um svipað efni. Fæstir
ir lesendur Andvara munu eiga kost á að kynnast þess-
um ritgerðum, en þar sem þær á margan hátt auka
þekkingu á því tímabili í jarðfræðisögu Islands, sem
hjer er um að ræða, vil jeg drepa hjer á nokkrar álykt-
anir, sem hann dregur af rannsóknum sínum.
Fyrri ritgerð Guðmundar nefnish »Fossile Skalaflejr-
inger ved Breiðifjörður i Vest-Island, og er prentuð í
»Geologiske Föreningens i Stockholm Förhandlinger*
(Mai 1921). Hin ritgerðin heitiri Fornar sjávarminjar
við Borgarfjörð og Hvalfjörð (Rit vísindafjelags Islend-
inga, I. 1923).
I ritgerðunum er safnað saman afarmiklum fróðleik
um fornskeljar, forn sjávarmörk og ísaldarmenjar í Dala-
og Borgarfjarðarsýslu, og er það alt bygt á eigin rann-
sóknum höfundarins. Þessar rannsóknir hafa útheimt
mjög mikla elju og vinnu. T. d. er í fyrri ritgerðinni
lýst fornskeljum frá 20 stöðum, en í hinni síðari frá 29’
stöðum. Það er meira en lítið verk að mæla og ákveða,
allar þær skeljar," sem fundist hafa á þessum stöðum,.
athuga þau jarðlög, sem þær finnast í, og afstöðu þeirra
til annara jarðlaga þar í kring, og mæla hæð þeirra
yfir sjó. Lítur út fyrir að Guðmundur hafi rannsakað
þetta svo nákvæmlega, að lítið eða ekkert sje þar ógert.
Fjörumörkin eru einnig nákvæmlega athuguð og mæld,.
en þar eð rannsóknarsvæðin voru stór, er eigi við því
að búast, að honum hafi tekist að greina alstaðar sund-
ur nálæg fjörumörk, til þess hefði þurft að tví- eða þrí-
fara yfir rannsóknarsvæðið. Af þeim ályktunum, sem
höfundurinn gerir út af þessum rannsóknum, skal hjer
að eins drepið á þær, er sjerstaklega snerta þau atriði,,
sem grein þessari er ætlað að fjalla um.: