Andvari - 01.01.1924, Síða 204
198
lsaldarmenjar og forn sjávarmörk
Andvari
hefðu fundið á svipaðri hæð, mundu sennilega vera jafn
gömul Akureyrar sjávarmarkinu, og meðal þeira væri
fjörumarkið í Reykjavík. En Guðm. G. Bárðarson álítur
bæði það og sjávarmörkin í Borgarfirði, sem eru í 40—
50 m. hæð, yngri, og segir að víða sjeu glögg takmörk
milli marbakkanna fyrir ofan og neðan þessi mörk. Hjer
er skoðanamunur, sem ástæða hefði verið til að skýra.
Það væri hugsanleg skýring, að afstaða lands og
sjávar hefði breytst alt öðru vísi kringum Akureyri, en
í kringum Faxaflóa. Jeg held þó, að þessi skýring geti
varla komið til álita, ef það er rjett, að öðrum sjávar-
mörkum frá líkum aldri beri vel heima á báðum stöð-
um. Þá er varla hægt að búast við algerðri undantekn-
’ingu með þetta.
Eftir mínu viti er enginn vafi á því að sjávarmarkið
við Akureyri sje eldra en hin hærri sjávarmörk, þar eð
jarðlög frá þeim tímum, er sjór stóð hærra, liggja ofan
á jarðlögum sjávarmarksins í 41—47 m. hæð. Og af
framburði Glerár frá þeim tímum má sjá, að sjór hefir
staðið býsna lengi við þetta sjávarmark (og lægri og
eldri sjávarmörk). Það mætti nú ætla, að allmiklar menj-
ar eftir þetta tímabil sæjust í Borgarftrði, en það ein-
kennilega er, að í ritgerð Guðm. G. Bárðarsonar er
mjög lítið minst á jarðlög frá þessum tíma, og alls ekk-
ert á sjávarmark í 40—50 m. hæð, sem sje eldra en hin
efstu sjávarmörk. I fyrri ritgerðinni er samt minst á
eldri sjávarstöðu í þessari hæð í Saurbænum vestra.
Ef til vill á sú tilgáta Guðm. G. Bárðarsonar, að jök-
ull hafi legið á lálendi Borgarfjarðar, er leirbakkarnir
við Langasand mynduðust, að skýra einnig það, að hið
eldra sjávarmark í 41 — 47 m. hæð sjáist eigi við Borgar-
fjörð. Hugsanleg lausn væri þetta, en enn þá vantar
athuganir er styðji þessa tilgátu. Þau rök, sem færð eru