Andvari - 01.01.1924, Síða 205
*Andvari
Jsaldarmenjar og forn sjáuarmörlf
199
.fyrir því, að sjávarmörkin í Borgarfirði sjeu yngri en
efstu sjávarmörk, eru heldur eigi þess eðlis, að eigi sje
ihægt að vjefengja þau, þau gera tilgátuna líklega en
ekki meira. Það þyrfti þess vegna að athuga hvort eigi
fyndist í skipun jarðlaganna á þeim stöðum, er hin efri
■og neðri sjávarmörk koma saman órækt vitni um það,
hver eldri væri.
Jeg hefi að eins átt kost á að skoða sjávarmarkið
hjer við Reykjavík, en ekkert fundið, er segi ótvírætt
um aldur þess. Sjávarmarhið er glöggt og að ýmsu leyti
nýlegt, en á hinn bóginn hefir það lítið grafist inn í
©skjuhlíðina, sem hefir þó verið fyrir opnu hafi, svo að
mjer þykir eigi mjög sennilegt, að sjórinn hafi á þessu
tímabili getað myndað breið flæðarmál.
A tveim stöðum í melbrúninni ofan við Artún, 39 m.
yfir sjó, eru því nær lárjett lög ofan á mjög hallandi
Jögum (möl, sandur og leir). Neðri lögin munu mynduð
við árframburð, er siávarmál var í þessari hæð, og lítur
út fyrir að það hafi staðnæmst alllengi þar. En efri lögin
sýna að það hefir hækkað eftir það. En það er ekki
hægt að sjá, hve mikið það hefir stigið. Norðar í sömu
melbrún, þar sem hún gengur fram að Elliðaárvogum
að austan, er mölin í svo sem 20 m. hæð lítið lábarin
■og innan um hana stórir steinar, sem varla er hugsan-.
legt að hafi borist þangað af vatnsstraumi eða bylgju-
slætti. Sennilegra að þeir hafi borist þangað með jökum
eða jökli, og væri það þá bending um kuldatíma er sjór-
inn stóð svo hátt. Mjer virðist eðlilegra að ætla að það
hafi verið áður en sjórinn stóð sem hæst. Umhverfis
Reykjavík eru, ef til vill, litlar leifar eftir sjávarmörk hærra
■en í 50 m. hæð, vegna þess, að jökull hefir þá náð hjer
svo langt niður, að hann hefir hindrað myndun þessara,
sjávarmarka. Það væri í góðu samræmi við það, að snæ--