Andvari - 01.01.1924, Síða 213
Andvari
Athugasemdir
207
sveitarmanna, svo formælendur hafi eigi séð það ómaks-
ins vert, að berjast fyrir þeim. En er frá leið munu
bændur þeir, er við vatnið bjuggu, hafa fundið betri þef
af þeim, því frá þessum tíma má telja, að viðleitni hefj-
ist til að vefengja og hindra veiðirétt hreppsbúa í al-
menningi vatnsins. Var það t. d. eigi all löngu þar á
eftir, að einstakar jarðir reyndu að helga sér ákveðin
svæði af vatninu, með skiftilínum, eins og á landi, og
settu slík merki í landamerkjaskrár sínar, en nú mun
þvílíkur barnaskapur aflagður.
í gerðabókum hreppsins er oftar minst á »veiðimálið«
en hér er talið, og alstaðar með það farið sem alment
hreppsmál. En af því þær umræður hafa eigi leitt til
neinna ákvarðana eða framkvæmda, er ástæðulaust, að
fara fleiri orðum um þær heimildir. Mun og nægilega
margt fram komið því til sönnunar, að réttur hreppsbúa
til veiði í almenningi Mývatns, byggist bæði á fornri og
nýrri venju. Sama máli gegnir um ýms smávötn í þessu
héraði, og sjálfsagt víða um land þó það sé hinsvegar
víst, að rík viðleitni hefir ætíð á því verið, að rýra, eða
takmarka allan fornan almenningsrétt til náttúrugæða.
Bendir það til, að þær réttarvenjur eigi sér djúpar ræt-
ur, sem ekki hafa algerlega látið undan síga áleitni og
yfirgangi einstaklinga um margar aldir, og alt fram á
þennan dag, því ekki hefir réttarvernd laganna veitt þeim
svo mikla stoð. Er enn óséð um hin nýju vatnalög,
hversu haldkvæm þau reynast í þessu efni, því þau virðast
taka með annari hendinni, það, sem þau gefa með hinni.
í>ó það væri aðaltilgangurinn með þessum athuga-
semdum að leiðrétta missagnir í áðurnefndri skýrslu um
veiðiréttarvenjur í almenningi Mývatns, þá er og ástæða