Andvari - 01.01.1924, Side 216
210
Athugascmdir
Andvari
áður en silungurinn hefir náð að hrygna, hafi veðráíta
og 'jnnur atvik eigi hindrað veiðiskapinn. En þá kemur
að þeirri tilgátu minni — sem styðst við eftirtekt og af-
spurn — að stöku sinnum hafi árferðið afstýrt þessum
yfirgangi, og að þá hafi lifnað stofn þeirra veiðitímabila,
sem vakið hafa eftirtekt manna. Nú ber mest á þeim
silungi hér í vatninu, sem eftir vexti og þroska ætfi að
hafa lifnað veturinn 1917—1918. Þá voru frostalög
mikil og ótíð strax á haustnóttum, svo riðaveiði varð
með langminsta móti stunduð. Lítilsháttar fjölgunar hafði
þá orðið vart á silungi undanfarið, og þakkað klakinu,
sem og vera má. En alda sú af jafnaldra ungsilungi,
sem einkum kom fram á árunum 1920—21, og enn ber
mest á, sem nálega fullvöxnum silungi nú, gat alls ekki
átt aðalrót sína að rekja til klakseiðanna, því að á ár-
unum þar á undan var ekki alið upp svo mikið, að af
því gæti myndast jafnaldra stofn, sem langsamlega yfir-
gnæfði silung á öðrum aldri, um þau ár, sem síðan eru
liðin. Að ekki hafi verið um ueruleg áhrif að ræða frá
klakinu til myndunar þessarar veiðiöldu, sést einnig á
því, að þrátt fyrir það, þó um 3—4 undanfarin ár hafi
verið slept í Mývatn 100—300 þúsundum síla árlega frá
klakhúsinu, þá ber tiltölulega mjög lítið á ungsilungi í
vatninu nú sem stendur (1923). A árunum 1915—1919
hefir varla verið slept út meiru en 20—50 silunga ár-
lega, og má þá nærri geta, að þau hafa ekki getað
skapað yfirstandandi veiðiöldu nema að litlu leyti. Þar
hefir óhindruð náttúran verið að verki.
Af því, sem hér hefir verið sagt, virðist mega draga
þessar almennu ályktanir:
1. Að »veiðitímabil« í vötnum eigi sénnilega rót sína að
rekja til sjálfgerðrar verndar á riðastöðvum, vegna
veðráttu um riðatímann einstöku ár.