Andvari - 01.01.1882, Blaðsíða 7
þangbrennslu.
3
Segir Dr. Jón Hjaltalín*) að embættismenn á íslandi
haíi spillt fyrir honum. Stjórnin varð þó engan veginn
afhuga þessu máli. Árið 1807 sendi hún danskan
mann að nafni Morten Keidt út til Islands til að revna
þangbrennslu á Seltjarnarnesi. Reidt þessi var sápugerðar-
maður og hafði fengizt við þangbrennslu í Orkneyjum.
Aska sú er hann brenndi á íslandi reyndist mjög góð,
og var haft eptir Reidt, að aldrei hefði hann sjeð því-
lík firrn af þangi sem á íslandi. En Reidt fór utan
aptur samsumars og þar með var búif>; fyrirtækiS komst
þetta lengst. Um þetta leyti fór Jíka þangaskan að
lækka í verði á Englandi, því að þá fór að fiytjast
þangað frá Spáni barillasóda, sem svo er nefnt. Bar-
illa er saltjurt, er vex á Spáni og á Kanaríeyjum, og
er 25—30% af ösku hennar sóda, en í þangösku ekki
nema 2—5%. Árið 1822 var þangaskan komin ofan í
9 aura pundið, 1823 í 7 aura, 1824 í 3 aura, og 1831
í 2 aura, en sú stórkostlega verðlækkun var og mikið
eða mest því að kenna, að salttollurinn var úr lögum
numinn á Englandi 1823, en þá fóru Englendingar að
búa til sóda úr salti, eptir aðferð Leblancs, og fengu
með því móti betra og ódýrara sóda. Samt sem áður
var haldið áfram þangbrennslunni, og í þingskýrslu
enskri frá árinu 1825 segir, að þangbrennslan á Eng-
landi og eyjunum þar umhverfis veiti atvinnu 80 þús-
undum manna og að auk 200 skipshöfnum, er fiyttu
öskuna á markað.
En með árinu 1830 kom töluverð breyting á
þennan atvinnuveg. Frakkar höfðu jafnt og Englend-
ingar lagt stund á þangbrennslu; og árið 1812 liafði
frakkneskur efnafræðingur, Courtois að nafni, fundið í
þangöskunni nýtt efni, er hann kallaði joð. Joðið er
frumefni, dökkgrátt að lit, er venjulega í þunnum flísum
*) Samanb. ritgjörð Dr. Jóns Hjaltalíns. Um þangbrennslu.
þjóðólfr. VI. árg. bls. 185.
1*