Andvari - 01.01.1882, Blaðsíða 9
þangbrennslu. 5
ár smál. kr. ár smál. kr.
1842 1887 4,20 1854 4679 10,80
1843 1965 5.40 1856 6349 12,30
1844 3263 10.80 1863 14018 4,50
1845 6086 27,08 1871 9384 12,90
1846 3627 1 9.12 1872 10019 30,60
1847 4000 9 oo 1873 9449 22,20
1850 11421 9 60 1874 10923 16,10
1851 7320 7,80 1875 8643 9,60
1853 6491 13,80
Hin mikla verðhækkun árið 1845 stafar frá ljós-
mvndagerð; sú list var þá fundin ári áður, 1844. Síðan
lækkar verðið aptur smátt, og smátt, þangað til 1863,
að það er komið niður í 4 kr. 50 a., líklega sökum
ofmikilla vörubyrgða. fá var nú líka slæm tíð fyrir
þangöskuna, því að árin á undan höfðu fundizt hinir
alkunnu Stassfúrtnámar á pýzkaiandi. Úr þeim vinna
menn uú nálega allt það klórkalíum, sem gengur í
verzlun, en áður var þetta efni unnið úr þangösku, og
kostaði þá smálestin af klórkalíum 450 kr., en þessi
fundur hleypti verðinu niður til þriðjunga. Síðan fær-
ist verðið á joðinu upp aptur hægt og hægt til þess
árið 1872, að því skýtur allt í einu upp í rúmar 30 kr.
úr 13. fá voru menn alltaf að finna íleiri og fleiri
litarefni með joði. fetta mikla gengi stóð þó ekki lengi,
því að þá fór að flytjast joð frá Suður-Ameríku. Suður-
Ameríkumenn fájoðið úr saltpjetursnámunum í Peru og
Chile; þær eru óþrjótandi, og kostnaður við að vinna
joðið úr þeim varla teljandi í samanburði við að vinna
joð úr þangi.
J>ett,a er saga þangbrennslunnar í stuttu máli. J>ó
er eptir að geta þess, að Dr. Jón Hjaltalíu landlæknir
reyndi til að brenna þang á Eyrarbakka þegar hann
kom út til íslands, og ætlaði að fá úr öskunni brenni-