Andvari - 01.01.1882, Síða 10
6
Um
steinssúrt natron (glábersalt). þessi tilraun var gerð
á árunum 1853—55, en þá var aðferð Leblancs til að
afla sóda og um leið glábersalts búin að ryðja sjer til
rúms alstaðar um allan lieim, og þá voru liðin 10-20
ár síðan farið var að afla joðs úr þangösku, af því að
annars svaraði þangbrennslan ekki kostnaði. J>að var
því enginn vandi að spá fyrir því fyrirtæki.
fótt joð sje til í mörgum hlutum í náttúrunni og
mjög víða, þá svarar ekki kostnaði að afla sjer þess úr
öðru en þangi, að fráskildum saltpjetursnámunum í
Suður-Ameríku, en það joð halda jarðfræðingar að sje
að uppruna sínum úr þangi, sem hafi fúnað þar upp,
og ekki orðið eptir annað en askan. En þangtegund-
irnar eru margar og eru mjög misjafnlega lagaðar til að
draga í sig joðið úr sjónum. |>ær tegundir, sem vaxa
dýpst, eru auðugastar af joði, og svo smárýrna þær eptir
því sem þær vaxa grynnra, og í fjöruþangi er svo lítið
af joði, að nú á tímum svarar varla kostnaði að brenna
það. fá fer einnig nokkuð eptir því hvar á jörðunni
þangið vex; menn hafa tekið eptir því, að eptir því sem
dregur nær kuldabeltinu, eptir því verður þangið auð-
ugra af joði, og er ekki lítið varið í það fyrir oss íslend-
inga, ef þetta er að töluverðum mun. Ekki hef jeg
samt getað fundið neinstaðar samanburð á sömu þang-
tegund, eptir því hvar það vex, en víst er um það, að
Skotar fá meira joð að tiltölu úr sínu þangi en Frakkar
úr sínu. Ennfremur er mikið undir árstíðunum komið;
það er miklu meira af joði í þangi á vetrum en á
sumrum, í sumu þangi jafnvel þriðjungi meira um hávetur
en um sumarmánuðina. Loks fer joðmegnið einnig
mikið eptir því, hve lengi þangið er að vaxa; sumar
tegundir þurfa ár til að verða fullþroska, sumar 2 eða
fleiri. Mest er joðið í þeim sem elztar verða.
Franskur þangbronnslumaður, Fellieux að naíni,
segir svo í skýrslu, er hann ljet fylgja sýnismunum frá