Andvari - 01.01.1882, Side 11
þangbrennslu.
7
sjer á heimssýninguna í París 1878 (skýrslan heitir:
L’industrie francaise de l’iode a l’exposition de 1878),
að af hjer um bil 400 þangtegundum, sem vaxi við
vesturstrendur Frakklands, sjeu einar 12 tegundir svo
auðugar af joði, að notandi sjeu til joðgerðar. J>ar til
nefnir hann einkum: bóluþang j'ucus vesiculosus; þykkva-
þang eða ætiþang/. nodosus; f. siliqvosus; f. serratus;
/. JjuIIjosus *); reimaþara /. loreus; murukjarna/. escu-
lentus; beltisþara, /. saccharinus v. laminaria saccharina ;
digitatus stenolohus og d. stenophyllus. þ>essar tvær
síðast töldu eru eflaust þönglategundir, og líklega önnur
þeirra sú sama sem kallast venjulega laminaria digitata.
fangtegundir þessar vaxa misdjúpt, þönglarnir dýpst (á
2 V2—6 faðma dýpi um fjöru) og beltisþarinn, og í þessum
tegundum er líka langmest joð. fönglarnir verða margra
ára gamlir, vaxa á klettum og hafa sterkar tágar eða
skegg, þeir losna venjulega á vorin og eru þá fullvaxnir.
Bellisþarinn verður fullvaxinn á haustin og losnar í
október og nóvember. Beltisþari er mjög algengur við
strendur Frakklands; hann er þar víða helmingurinn af
öllu þangi, sem brennt er. Hinar þangtegundirnar vaxa
einnig á klettum, en eru flestar á þurru um fjöru.
Á Englandi eru einkum fimm þangtegundir hafðar
til þangbrennslu: þönglar, beltisþari, ætiþang, bóluþang
og fucus serratus. Fyrir nokkrum árum voru helztu
þangtegundir þar rannsakaðar af efnafræðingum, og
fundu þeir joð í öllum, en fám mikið. Hjer er skýrsla um
joðmegnið í þeim fimm, er nú voru nefndar, og er meðaltal
af mörgum rannsóknum. í hverjum 10,000 pundum af
vel þurru þangi er þetta af joði:
í þönglum............ 435,5 pund
- beltisþara........ 279,d —
- f. serratus......... 85,6 —
*) Jeg þekki ekki íslenzk nöfn á þessum tegundum.