Andvari - 01.01.1882, Side 14
10
Urn
auk þess sem almennt sje að fara ekkert eptir gæðum
þangsins eða joðmegni þess.
fetta gat samt allt blessazt, meðan Norðurálfumenn
voru einir um hituna. Joðið er dýr vara og joðgerð
var því ábatasöm, þótt aðferðinni væri ábótavant. Fór
hjer sem optar, er líkt stendur á, að þótt ýmsir sjái og
sýni galiana, þá er því lítill gaumur gefinn, meðan engin
neyð rekur á eptir, en almenningur vantrúaður á óreynda
nýbreytni, og horfir mjög í allan kostnað til siíkra hluta.
En laust eptir 1870, þegar Suður-Ameríkumenn fóru að
senda joð til NorSurálfu, hleyptu þeir svo ni&ur prísunum,
að margar verksmiðjur á Frakklandi og Englandi fóru
um koll, og hinar sem uppi hjengu stóðu á mjög völtum
fæti. Var þá enginn annar kostur en að reyna til að
fá joðið með ódýrara móti en áður, og þá lá það bein-
ast, við að hagnýta betur öskuna, ná úr henni rneira
joði. Nú tóku efnafræðingar sig til og fóru að rann-
saka öskuna, og stungu upp á ýmsum tilbreytingum í
brennsluaðferðinni, en þær liafa fæstar komizt svo langt,
að þær sjeu uppteknar í stað gömlu aðferðarinnar. Er
því nóg að nefna hjer tvær hinar helztu.
Önnur er eptir enskan efnafræðing, Stanford að
nafni. Hann hefir lengi fengizt við rannsóknir um
þangbrenuslu, og hefir ritað mikið og margt í gegn
ósparnaði manna og hirðuleysi í þessari atvinnugrein.
Hann hefir stungið upp á að brenna þaugið til kola í
lokuðum ofnum (retortum). fangkol þessi eru mjög
gljúp og hægt að þvo úr þeim söltin. Með þessari að-
ferð segist hann fá helmingi meira joð úr þanginu en
mcnu fá úr þangösku, sem bronnd er á venjulegan hátt.
þar að auki fær hann úr því ýmisleg önnur efni, t,. d.
ammóníak, ediksýru, tjöru og töiuvert af ljósgasi. Jpessari
aðferð fylgir enn fremur sá kostur, að brenna má jafnt
vetur og sumar, árið í kring, því að þá þarf eigi að
þurrka þangið. Stanford segir að aðferð sín hafi gefizt