Andvari - 01.01.1882, Síða 16
12
Um
það, sem eptir er af vatni, og þangið brennur til ösku.
Pellieux fær með þessu móti að meðaltali 2000 pund
af ösku úr 25,000 pundum af þangi, og þarí 21 pund
af joði, en með gömlu aðferðinni fengust ekki nema 6
pund af joði úr 2000 pundum af ösltu að meðaltali.
Kostnaðurinn er þessi, að frásögn lians :
25,000 pund af votu þangi, á 3 kr. 33 a. liver
2000 pund............'.................... 41,62 kr.
1600 pund af steinkolum...................... 12,32 —
annar brennslukostnaður...................... 17,50 —
viðhald, álögur og því um líkt............... 3,15 —
74,59 krl
Yerður þá eptir þessum reikningi kostnaðurinn á
pundinu af joði aðeins 3 kr. 55 a, en með gömlu aðferð-
inni er hann um 10 kr. Nú selst pundið af joði á
Frakklandi að jafnaði á 14—15 kr. (rúma 20 franka),
og er það ekki smáræðis ábati, sem hjer er um að tefla.
Nú er þess að geta að í þangöskunni eruýmsfjemæt
efni önnur en joðið, en all misjafnt, svo sem askan er
misjöfn að gæðum. þ>að er einkum það sem efnafræð-
ingar kalla leysanleg efni, er verulegur hagur er í. En
mjög fer það eptir því, hvernig brennslunni er hagað.
Ef brennt er í sandgryfjum, eins og víða hefir verið
gert, þá fer mikið af sandi saman við öskuna, og lítið
leysist að tiltölu, því að sandurinn er óleysanlegur.
Efnafræðingar tilgreina dæmi þess, að tveir þriðjungar
öskunnar sje óleysanlegir, en að eins þriðjungur leysan-
legur; aptur er sumstaðar að eins þriðjungur óleysan-
legur. Pellieux segir, að í venjulegri þangösku muni
vera að meðaltali 42 °/o, eða nálægt tveim fimmtu hlutum,
af leysanlegum efnum, og er það:
matarsalt............... 23 °/o
klórkalíum.............. 12 —
brennisteinssúrt kalí.... 7 —
42 °/o