Andvari - 01.01.1882, Page 21
17
II.
Sólin og Ijósið,
eptir
Þorvald Thóroddsen.
Frá alda öðli hafa menn hugsað um eðli sólarinnar
og ljóssins og það er lílta nátturlegt, því sólin er skil-
yrði fyrir öllu lífi og hreyfingu á jörð vorri. Ef sólin
ekki væri til, væri jörðin heljarköld, engin hreyfing,
engin efnabreyting gæti átt sér stað, án hennar getur
enginn vindur bærzt, engin bylgja risið á sjónum, engin
hönd unnið, ekkert gras gróið; í einu máli allt væri
dautt og þögult án hennar. ]pað er því eigi að undrast
þó þjóðirnar í bernsku hafi tilbeðíð sólina, því þar sáu
þær eilífan eld, uppruna og viðhald lífsins. Ljósið var
og er enn ímynd hins fagra og góða, myrkrið ímynd
hins illa; þess vegna lætur þjóðsagan Axlar-Björn segja
«nú eru sólarlitlir dagar«, mannvonzkan hafði fjötrað
hann, svo hann var orðinn fjarlægur Ijósinu. Ástin til
sólarinnar er í hvers manns hjarta og á hvers manns
vörum, þess vegna tala moun alltaf um »blessaða« sólina,
en liræðast myrkrið. Snemma fóru menn að skoða
gang sólarinnar og skipta tímanum eptir honum, en
það var langt þangað til að mannkynið fór að þekkja
samband sólarinnar við jörðina. Framan af skipar
'ttiyndunaraflið alla náttúruna guðlegum verum, en seinna
Andvari. VIII. 2