Andvari - 01.01.1882, Side 26
22
Sólin
aðdráttarafl sólarinnar ekki sleppir takinu, neyðist jörðin
til að beygja við, svo hún verður alstaðar á braut sinni
hérumbil jafnlangt frá sólunni; því fer jörðin rétt að
segja réttan hring kringum sólina. J>að er .baráttan
milli tveggja krapta, sem heldur jörðinni í jafnvægi á
braut sinni. Ef miðílóttaaflið hætti að verka, mundi
jörðin falla beint inn í sóiina, en ef þyngdarlögmálið
skertist, þyti jörðin úr sólkerfinu út í geiminn í kulda
og myrkur. Stærð sólarinnar gjörir það að verkum, að
þyngdarlögmálið ekki skerðist, en miðflóttaaflið getur
heldur eigi misst áhrif sín, haíi jörðin upprunalega verið
sett í hreyfingu, því ekkert efni og ekkert afl getur
orSið að engu; efni og öfl geta reyndar tekið nokkrum
breytingum, en aldrei eyðzt og aldrei miunkað, svo að
það verði ekki að einhverju, sem af þeim er tekið.
Hvernig komst jörðin á stað í fyrstu? pó þessu
sé illt að svara, þá hafa menn þó reynt að gjöra sér
hugmynd um hvernig það haíi orðið. Vísindaleg «theorí»
er því betri, sem fleira mælir með og færra á móti
henni. Nú þykjast menn geta gjört sér svo grein fyrirþessu,
að allt, sem menn vita, mælir með en ekkert á móti.
Immanúel Swedenborg kom fyrstur með þá kenn-
ingu árið 1734, er nú skal greina, og seinna heimspek-
ingurinn Kant, þó nokkuð öðruvísi; en Laplace frakk-
neskur stærða- og stjörnufræðingur kom henni með
reikningum sínum fyrst í fast og reglulegt form.
Reyndar hefir þess verið fyrr getið í Andvara, en hér
má þó nefna það til skýringar. Sólin er mjög heit, eins
og allir vita, og jarðfræðin og margt, flejra sýnist
benda til þess, að hún einhverntíma hafi verið enn þá
heitari. Hitinn stækkar alla hluti og gjörir rúmtak
þeirra meira; hafi sólin verið miklu heitari, hlýtur hún og
að hafa verið miklu stærri. Hver sá hlutur, sem verður
ofsaheitur, verður loks að gufu, og því halda menn að
jörðin hafi í fyrstu verið þoka eða gufa í himingeiminum,