Andvari - 01.01.1882, Blaðsíða 33
og Ijósið.
29
magni kemur fram ákaflega bjart ljós *'). Ljósband þess
er samanbangandi og sjölitt eins og af öðrum föstum
líkömum, en sé nú geislar frá þessu ljósi, áður en þeir
falia igegnum «spektroskop", látnir fara gegnum kertis-
loga, sem natrium er í, þá sést í ljósbandinu svört
rák þar sem gula natriumlínan á að vera; falli ljósið
gegnum önnur logandi efni í gufuformi, fer á sömu
leið; svartar rákir í Ijósbandinu koma fram, þar sem
þær rákir eiga að vera, sem einkenna þessi efni. Svörtu
rákirnar koma af því, að hinir sórstöku geislar frá
gufu frumefnanna glej'pa eða soga í sig (absorbera)
einmitt samskonar geisla og þá sem þeim oru eiginlegir.
Ljósið hefir þann eiginlegleika að samskonar bylgjur
eyða hver annari og eins er um hljóðbylgjur, ef þær
mætast á sérstakan hátt (interferens).
Með þessum mikilvægu rannsóknum á ljósinu liafa
menn unnið, að það er eigi að eins hægt með mestu
nákvæmni að sundurliða og finna frumefnin í hverjum
hlut á jörð vorri, heldur og að menn geta rannsakað
efni og eðli hinna fjarlægustu hnatta í himingeiminum.
Með «spectralanalysis» hafa menu fundið að í sólunni
eru allflest efni hin sömu og á jörðunni, on líka eru
nokkrar svartar línur í sdlarljósinu, sem eigi er liægt
að finna hjá neinu kunnu frumefni á jörð vorri; sum
efni eru og á jörðuuni, sem elcki finnast í sólunni; svo
er t. d. frumefnið «]ithium»; því fylgja tvær rákir,
önnur rauð en hin gulrauð, en engvar svartar rákir
samsvara þeim í sólarljósinu, en sé sólargeisli áður en
hann fellur gegnum glerprisma, látinn falla gegnum
"litliium»-gufu, koma fram í sólspectrinu tvær nýjar
svartar rákir, einmitt þar sem lituðu «lithium»-línurnar
eiga að vera. IJau efni, sem menn hafa fundið í sólunni
*) Um rafmagnsljós: Almanak þjóðvinafélagsina um 1881
blg. 59-61.