Andvari - 01.01.1882, Page 37
og ljósið.
33
þenna æðisgang og stórkostlegu umbrot náttúrunnar
getur vísindamaðurinu skoðað í næði heima hjá sér í
20 miljóna mílna fjarska. Hvergi hefir mannlegur andi
hafið sig jafnhátt sem í öllum þeim rannsóknum, er að
þessu lúta. Slíkir sigrar og uppgötvanir eru sannarlega
meira verðir en margir blóðugir bardagar.
Af því, sem uér hefir verið nefnt, höfum vér þá
lært, að sólin er geysimikill glóandi hnöttur og í henni
eru hórumbil sömu efni og í jörð vo.rri; þýngstu efnin
leita inn að miðjunni eptir þyngðariögmáliuu en hin
léttustu, t. d. vatnsefnið, eruyzt. Ytri hlutar sólarinnar
eru kaldari en hinir innri sökum hitalátsins út í rúmið.
Á yfirborði sólarinnar kólna sumir partar svo mjög af
kulda geimsins, að þeir hlaupa saman og hálfstorkna,
safnast í spildur og kekki, síga inn á við, hitna aptur
og byrja nýja hringferð; það eru sólblettirnir, en á yfir-
borðinu er sífeld hreyfing og ókyrrð, því logandi vatns-
efnisbyigjur og gufusúlur þeytast fram og aptur með
ótrúlegum hraða og krapti.
Enn þá höfum vér eigi skýrt nægilega frá eðli ljóss-
ins og áhrifum þeim, sem sólin hefir á jörðina; vérhöf-
um enn eigi talað um sambaud náttúrukraptanna og
verkanir þeirra iunbyrðis, en nú skal þess getið í fáum
orðum.
fegar steinn dettur í lygnt vatn eða silungar vaka
í á. koma fram hríngmyndaðar bylgjur frá miðdeplinum,
þar sem liöggið varð, og breiðast svo út til allra hliða
ein fyrir utan aðra, yztu liringirnir eru stærstir, en þar
eru líka bylgjurnar lægstar. Eins er í loptinu, þegar
klukku er hringt eða strengur sleginn, þá breiðast lopt-
bylgjurnar út til allra hliða. Hljóðbylgjurnar fara miklu
harðara en vatnsbylgjurnar (1050’ á sekúndu) en þó eru
hvorttveggja eiginlega hið sama, ekkert annað en
hreyfing, aðeins mismunaudi snögg. Til þess að fram-
leiða lægsta tón, sem manulegt eyra getur heyrt (sub-
Andvari. VIII, 3