Andvari - 01.01.1882, Síða 41
og ljósið.
37
brotnað og kastazt til baka, það köllum vér bergmál;
eins fer með ljósið, þegar vér lítum í spegií, sjáum vér
vora eigin mynd; sólarljósið fellur á oss, brotnar.og
kastast frá líkama vorum inn í spegilinn, þar brotnar
það aptur, geislarnir falla þá inn í auga vort og fram-
leiða á botni augans myndina, sem svo bers't til keil-
ans og vér skynjum hana. fetta er Ijóssins bergmál
og það er margfalt breytilegra, margbrotnara og :þýð-
ingarmeira en það, sem vér vanalega köllum því nafni.
Hljóðið fer 1050 fet á sekúndunni en ijósið 40,000
mílur; eptir þessu má reikna, út bve langar ljósbylgj-
urnar eru og því sést, að þær eru ótrúlega smáar og
fijótar. Ljósbylgjurnar eru misjafnar að lengd og
mismargar á hverri sekúndu. pví minna sem geisl-
arnir brotna því leingri eru bylgjurnar, hitabylgjurnar
eru lengstar, þar næst rauðu geislarnir, af ljósgeislunum
eru hinar fjólulitu bylgjur styztar, en kemisku bylgj-
urnar þó enn þá styttri. Ljósbylgjurnar eru ótrúlega
margar í samanburði við hljóðbylgjurnar. I rauðu Ijósi
eru 390 biljónir bylgjur á hverri sekúndu, í hinum
fjólulitu 765 biljónir, en slíkar tölur eru svo liáar
að varla er hægt að gjöra sér þær skiljanlegar. Hæsti
tónn, sem mældur hefir verið (með 36,000 bylgjum á
sekúndunni) yrði að hljóma í 343 ár til þess að geta
framleitt jafnmargar bylgjur eins og rauða ljósið á
einni sekúndu. Eins og sérstakur tónn myndast við
sérstakau hljóðbylgjufjölda, eins kemur fram sérstakur
litur, hiti eða efnabreyting við sérstakan bylgjufjölda í
Ijósvakanum. fví færri sveiliur sem strengur gjörir á
vissum tíma, því lægri verður tónninn, hið sama er að
segja um hita og Ijós, hitabylgjurnar svara til lægstu
tónanna, kemisku Ijósbylgjurnar til hinna hæstu. þegar
lagt er í ofn, hitnar hann smátt og smátt og þegar ná-
lægt honum er staðið, má finna hvernig hitageislarnir
streyma út frá honum; þó hann sé svartur og engvir