Andvari - 01.01.1882, Side 43
og ljósið.
39
krapta er varið, eD þó viljum vér minnast á það með
fáum orðum.
Allir vita að reka má kalt járn og smíða, að steðji
hitnar þegar á hann er slegið o. s. frv. Ef einhver
hlutur færðist úr stað með einhverjum hraða og mætti
svo engri mótstöðu, gæti eigi hjá því farið, að liann
héldi ávallt áfram í sífellu með jöfnum hraða, en ef
hann loks rekur sig á eitthvað eða einhver lítil mót-
staða smátt og smátt dregur úr hraðanum, kyrrist hann
að lokum. Hlutur sá, sem fór af stað, fekk ferð sína
annaðhvort af höggi, þrýstingu, aðdráttarafli jarðar eða
eða einhverjum öðrum krapti; hvað verður þá af þessum
krapti? Falli hamar á steðja eða einhver þungi, þá
verður steðjinn heitur; fallhreyfingin verður að hita,
hreyfingaraflið hefir breyzt í a&ra hroyfingu, því vér
nefndum það áður, að hiti væri eigi annað en hreyfing.
Kúla eða sleggja, sem fellur, fær er hún fer á stað
visst afl og getur þegar hún stöðvast unnið visst verk
t. d. hitað járn, barið fisk, rekið niður hæl o. s. frv.
Falli kúla á fjaðurmagnaðan lilut, stekkkur hún í lopt
upp aptur nærri eins hátt og áður, en nú hefir hvorki
hún né það, sem hún á féll, hitnað að neinum mun,
aflið hefir mestallt notast til þess að kasta henni upp
aptur, en aðeins lítið eitt hefir breyzt í liita. þ>ví
hærra sem fallið er, því harðara verður höggið og hit-
inn meiri. í kringum sólina gengur í stórum hring
urmull af smáögnum, stein og- járnmolum (meteorar),
sem liklega eru brot af gömlum eyddum hnetti. Stundum
kemur jörðin nálægt þessum litlu hnattbrotum og af
því hún er svo stór líkami í samanburði við þau, þá
dragast þau að honni, því nær sem þau koma því meiri
verður hraðinn og í gufuhvolfi voru kviknar í þeim,
sum springa af ofsahitanum, sum eigi; falla þau svo
til jarðar glóandi heit, en þá er vanalega hvert orðið
mjög lítið. J>arna er fallhraðinn og núningurinn við