Andvari - 01.01.1882, Blaðsíða 48
44
Sólin
mjög snögglega er brugðið fyrir augað, sjáum vér hann
eigi. Til þess vér t. d. getum greint stóran prentstaf
(eins og vanalega tíðkast í bókum), þarf hann að bera
fyrir augað í V2o,ooo part af sekúndu, sé hann skemur,
sést hann eigi. Menn hafa og komizt að því með rann-
sóknum, að taugaaíiið er mestmegnis rafmagn. pessu
er þá í stuttu máli þannig varið; við næringuna og
andardráttinn verða í líkamanum miklar efnabreytingar,
þá kemur fram hiti, hitinn getur breyzt í rafmagn eins
og fyrr var getið, rafmagn taugakerfisins dregur saman
vöðvana, og þeir vinna visst starf hver um sig. J>egar
kynt er undir gufuvél, fæst visst vinnuafl og eins er
þegar vér borðum og öndum að oss, að með því fær
líkaminn sumpart, eldsneyti til þess að vinna viss störf,
sumpart efni sér til viðurhalds og vaxtar. Kolefni þau,
sem koma inn í líkamann með fæðunni, brenna af verk-
unum súrefnisins, sem vér öndum að oss. það er al-
kunnugt, að þeir menn, sem búa í köldum löndum og
því verða fyrir miklu hitaláti, þurfa meir af fitu- og
koiaefnum til þess þeir geti lifað en hinir, sem í lieitari
löndum búa. Sá sem vinnur mikið andlega eða líkam-
lega, þarf bæði meiri og kröptugri fæðu en hinn, sem
lítið gerir, alveg eins og gufuvélin þarf meira af kolum,
þegar hún á a& vinna meira verk en vanalegt er. ]?að
má Jíka sýna vissa krapteyðslu við hvert verk er vér
gjörum og við alla áreynslu og liitaeiningar þær, sem
missast, svara til vinnueininga þeirra sem framkoma*).
*) það verk er erlendis kallað hestafl, sem sterkur
hestur gctur gert á 24 stundum. það er að meðaltali
12,950,000 vinnueiningar, eða hérumbil hið sania afl, sem fram-
kemur þegar brennt er í'h U af kolefni. Helmholtz segir, að
að sterkur hestur þurfi á hvíldardegi 15 u af heyi og 5 u af
höfrum, i þessu fóðri eru 8,074 ti af kolefni. þegar hesturinn
á að vinna þarf, hann í viðbót 11 u af höfrum; hér um bil ‘h
af kolefninu fer bnrt aptur með taðinu, hesturinn, sem hvílir,