Andvari - 01.01.1882, Page 51
og ljósið.
47
fjöllunum; þar myndast jarðvegur smátt og smátt og á
hon um spretta alls konarjurtir. Sólarylurinn setur frumagnir
frævanna í hreyfingu, svo þær titra á ýmsan hátt, gömul
efnasambönd slitna og ný myndast. Af samsafni mosa
og grasa í votlendum jarðvegi myndast mór, þegar ofan
á hann kemur leir og þung jarðlög, verður hann með
löngum tíma loks að kolum og í þeim liggur sam-
safnöð mikið bundið hreyfingarafl, sem á að rekja upp-
runa sinn til sólarinnar. ]?ær vatnsgufur, sem komast
hæst upp í loptið, verða fyrst að vatni, síðan að snjó
og ís af kuldanum, við það myndast jöklar á fjöllum,
er aptur hafa mikla þýðingu fyrir lögun og myndun
landanna. xYf þessu sést þó undarlegt sé, að sólar-
hitinn er skilyrði fyrir myndun jökla, því efekkertguf-
aði upp af vatni og enginn saggi væri í loptinu, gætu
engvir jöklar myndast. Af hitamismun í loptinu korna
vindar og af mismunandi hita í sjónum straumar o. s. frv.
Svona mætti halda áfram að telja upp verkanir sólar-
arinnar án þess nokkur endi yrði á því. Af þessu litla,
sem hér hefir verið sagt, er það að eins augljóst, að
með sólarljósinu kemur ótrúlega mikið hreyfingarmagn
til jarðarinnar, sem notast á ýmsan hátt, breytist og
kemur fram í ólal myndum; en við þessar mynd-
breytingar aflanna eru bundnar allar lireyfingar lifandi
og dauðra efna á jörðunni.
Hvaðan hefir sólin fengið allt þetta afl, sem vér
njótum góðs af hér á jörðunni? Um það erumenneigi
á eitt sáttir sem eðlilegt er. Menn vita hve mikinn
hita hvert ferhyrningsfet jaiðarinnar fær á ári hverju,
menn þekkja stærð og fjarlægð sólarinnar og lögmál þau,
sem hitalátið fylgirog af því má reikna út hve mikill hitisá
er, sem streymirfrá sólunni út í geiminn á hverri sekúndu.
Það er að eins lítill hluti af öllum þessum hita, sem til
jarðarinnar kemur. þ>að sést af þessu, að á hverju fer-
hyrningsfeti af yfirborði sólarirnar mundi þurfa 1500® a£